Friðurinn á Íslandi er alveg úti

Nú þurfum við íslendingar að standa saman og taka völdin af þessu liði! Þetta er ekki orðið hægt lengur!

>Samtökin telja, að með tillögunum hafi ráðherra staðfest að í landinu gildi tvenn lög.  Lög fjármagnseigenda og fjármálafyrirtækja og lög skuldara.  Þorgeir Ljósvetningagoði áttaði sig á því fyrir 1009 árum, að slíkt væri ekki vænlegt til árangurs, er hann sagði:  „Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn."  Hér verða að gilda ein lög, sem gæta sanngirnis, réttlætis, jafnræðis og hófsemi.

Gaman að sjá það vera hér vitnað í færslur af blogginum mínu fyrir nokkru síðan. En ég kom með svona færslur í sumar.

Friður er ekki lengur til í landinu, það er alveg löngu ljóst. Síðan mun aldrei semjast friður í landinu nema að leyfa nýjum tækifærum almennings að taka við stjórn í landinu! Þegar að talað er um þessi mál í sjónvarpi þá nægir ekki að nefna til þess eingöngu þjóðstjórn! Því það er fullt af fólki sem vill setja á Utanþingsstjórn.

Það eru eiginlega bæði tvær þjóðir og líka tvenn lög. 

Ég hugsa með magnaðri reiði þegar að ég hugsa um þessa stjórn. Hvernig er það hægt að kona sem gaf sig út fyrir að standa með lítilmagnanum geti staðið í svona aðgerðum? Hvernig er hægt sífellt og endra nær þegar að fjárlög eru sett saman að lang mestar álögunar fara á öryrkja, aldaðra og heimilin í landinu. Yfir 25% á báða. Og síðan á ekkert fyrir alvöru að gera til að leiðrétta þessar bankavenjur (svo vægt sé til orða tekið) sem hafa viðgengist gagnvart fólkinu og heimilunum í landinu.

Síðan er þetta svo útrúlega heimskt því alltaf lenda þau í þessu sama á hverju ári, þessu fjárlaga púsli. 

Það er svolítið sérkennilegt að kona sem hefði viljað að sér yrði minnst sem stjórnmálamanni sem hefði gert góða hluti skuli verða síðan minnst fyrir það að leggja álögur á fólk í landinu vegna Icesave?! Síðan gömlu gildin í VG hvar eru þau? Horfin út í veður og vind?

 


mbl.is Segja tillögur ráðherra stríðsyfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband