Ég er að setja í gang verðlaunasamkeppni um nýjan Þjóðsöng íslendinga

Verðlaunasamkeppni um nýjan þjóðsöng íslendinga

Þetta er ætlað sem samkeppni um ljóð sem mætti hugsanlega nota í þjóðsöng íslendinga í framtíðinni?

Við íslendingar eigum ekki neinn almennilegan þjóðsöng. Þessvegna langar mig til að nota þennan blogg vettfang minn til að setja í gang smá keppni í að semja nokkuð sem hægt yrði að nota sem nýjan þjóðsöng.

Hugsunin er að fá fólk til að taka þátt í að semja nýjan þjóðsöng með því að senda inn á bloggið mitt samið ljóð með rími, ásamt stuðlum og höfuðstöfum.

Veitt verða svokölluð stigaukandi verðlaun eftir þátttöku og styrkveitingu í málefnið. Þannig er í fyrstunni  kr. 5.000 sem er borgað úr mínum vasa fyrir afnotarétt af besta ljóðinu. En verlaunaféð hækkar eftir því sem fé bætist í verkefnið. Hugsunin er að verkefnið standi í um mánuð......

Hér eru stigin:

Stig 1. 

Besta ljóðið er keypt aðeins fyrir afnotarétt á bloggið mitt og er borgað kr. 5.000 fyrir afnot af besta ljóðinu á bloggsíðu minni. Eigandi ljóðs hefur þannig að öðru leiti allan einkarétt á ljóðinu sjálfur.

Stig 2

Safnað yrði styrkveitingu fyrir önnur kaup á  ljóðinu. Þannig að uppi á bloggi mínu koma upplýsingar um hversu upphæðin er orðin há.

Sá/sú sem tekur þátt getur þannig byrjað í Stigi 1 en færist sjálfkrafa upp um stig þegar að meiri peningar eru komnir í pottinn.

Hér koma síðan inn á bloggið mitt allar upplýsingar um hækkun á Stigum, þ.e. verðlaunafé. 

Um ljóðið og þjóðsönginn:

Ljóðinu er ætlað að vera amk. 3 til 5 erindi og hvert erindi amk. 4 línur með rími, stuðlum og höfuðstöfum. Þó eru allar góðar tillögur velkomnar um smá breytingu þar á.

Setjið ljóðið ykkar í athugasemdir á samkeppnina og þau verða færð upp á bloggsíðuna hverju sinni.

Þau verða birt einu sinni en á Stigi 1 er keyptur afnotaréttur fyrir framtíðarbirtingu á bloggi mínu.

 

Ath. ef einhver vill gefa í verkefnið til að auka Stigið þá er það velkomið því hærra fé því meiri þátttaka! 

Sendið mér línu á: gudni@simnet.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Vegna hvers?

Vegna þess að mér finnst vera kominn tími til að gera eitthvað í þessu máli og afhverju ekki að byrja á því hér. Það er jú enginn bundinn neinu. 

Síðan ef tilraunin mistekst þá verður bara að hafa það. En að sjálfsögðu væri gaman að hafa sagts eiga til og hafa gert nýjan söng sem væri hægt að nota ef vill!

Góðar stundir.

Guðni Karl Harðarson, 16.9.2009 kl. 17:44

2 identicon

Löngu tímabært að hér sé þjóðsöngur sem sameinar okkur sem íslendinga í stað þess að þjóðsöngurinn snúist 100% um guð þjóðkirkju

DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 18:00

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég er sammála þér í þessu. Það er tímabært að hér sé þjóðsöngur sem alltaf væri hægt að syngja.

Með fullri virðingu þá sést og heyrist tildæmis á Landsleikjum hversu neyðarlegur þessi söngur er fyrir leiki og fáir liðsmanna í fótbolta eða handbolta hafa fyrir því að syngja hann....

Guðni Karl Harðarson, 16.9.2009 kl. 18:37

4 identicon

Heill og sæll; Guðni Karl - líka sem og, aðrir, hér á síðu !

Hvar; byltingarástand ríkir nú hér, fulkomlega - vil ég beiðast undan þátttöku, í þessum hugleiðingum - vel meintum, að sinni.

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 01:37

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heill og sæll Óskar Helgi.

Ég vil benda þér að skoða skilaboð varðandi þetta mál sem sendi þér og fleiri bloggvinum nú á eftir.

Með bestum kveðjum 

Guðni Karl Harðarson, 17.9.2009 kl. 14:20

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Annars er þetta mál mér að meinalausu. Ekkert skrýtið þó að fólk átti sig ekki á vegna þess hversvegna ég var að þess.

Hinsvegar er til söngurinn: "ÍSLAND ER LANDIÐ" sem mætti nota. En það eru allir ekki sáttir um það lag.

Hinsvegar stendur tilboð mitt ef einhver nennir því að búa til nýjan söng.

Guðni Karl Harðarson, 17.9.2009 kl. 14:22

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eitt enn. Svo var þessu nú bara varpað hér líka fram til að fá svar við spurningu sem kemur fram í skilaboðunum til bloggvina.

Guðni Karl Harðarson, 17.9.2009 kl. 15:00

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Og enn eitt frá mér:

Mér finnst alveg vera í lagi þó til sé annar þjóðsöngvur sem væri notaður við sum tækifæri eins og á íþróttaleikjum og svoleiðis.

Varðandi mjög hátíðleg tækifæri er auðvitað hægt að nota þann gamla áfram.

Guðni Karl Harðarson, 17.9.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband