Okkar Ísland - spurningar og hugleiðingar

Eins og sum ykkar vita sem ratað hafa hingað inn á bloggið mitt þá hef ég sett saman 38 síðna skjal sem gengur út á öðruvísi og breytt stjórnkerfi á Íslandi.

viðbót: Inngangur

Hafa stjórnvöld ekki einmitt sýnt það og sannað svo um munar að undanförnu að þeir fara ekki eftir vilja fólksins? Hafa stjórnvöld ekki á einhvern hátt notfært sér hvað íslendingar eru friðsamir? Að við getum ekki gert byltingu þó við tölum um það? Hvað þarf eiginlega til að stjórnvöld skilji vilja fólksins? Eða eiga þau ekki einmitt að vinna fyrir almenning í landinu heldur en að vera haldbendi fámennra hópa eins og tildæmis að tryggja hóp fjárglæframanna?

Hvað er eiginlega að gerast á Íslandi með stjórnmálamenn? Hvað gengur um í hausnum þeirra? Hafa þeir gleymt að þeir voru kosnir fyrir almenning?

Spurningar

Afhverju hef ég ekki leitast eftir því sjálfur að fá umfjöllun um skjalið í þáttum í Sjónvarpi eða Útvarpi fyrst ég var á annan borð að gera þetta skjal? Til þess eru ýmsar ástæður.

Að setja svona skjal saman var ekki gert til að vekja eftirtekt á mér. Ef skjalið er það merkilegt hefði ég þá átt að sækjast eftir umfjöllun um það og viðtali við mig? Ég ákvað að gera það ekki. Ég hef þó haft samband við tvo aðila með netpósti og sent þeim skjalið til skoðunar. Fengið þau viðbrögð til baka frá öðrum þeirra að margt sé skynsamlegt í skjalinu og að ég ætti að hafa samband við fjölmiðla til að fá grein og umfjöllun um skjalið. Í því tilfelli DV.

Málið er að ég vill að fjölmiðlarnir sjálfir eiga að sækjast eftir að fá hjá mér umfjöllun um út á hvað þetta blessaða "Okkar Ísland" gengur. Síðan gerast góðir hlutir oft hægt en gerast þó. Sem er stundum andstæða þess öfuga með sum mál sem hafa verið borin fram hratt út í þjóðfélagið með fjölmiðlum.

Ég vil þannig að fólk sem gefur sér tíma að lesa skjalið melti það og velti því fyrir sér hvort að eitthvað svona stjórnkerfi fólksins væri möguleiki að setja á (kannski smám saman og með breytingum sérfræðinga) í þjóðfélagi okkar Íslendinga? 

Hugleiðingar

En afhverju var ég í ósköpunum að setja þetta skjal saman? Afhverju hef ég svona mikla trú á "Okkar Ísland" hugmyndunum að stjórnkerfi fólksins? Nýju alvöru lýðræði?! Lýðræði fólksins sem er algjörlega snúið við þannig að allar hugmyndir og aðgerðir koma frá fólkinu sjálfu út í þjóðfélagið.

"Okkar Ísland" ER!

"Okkar Ísland" er sett fram til að sýna fram á möguleika þess að hægt væri að setja í gang öðruvísi Lýðræðiskerfi fólksins. Kerfi þar sem ríkið er það sama og fólkið sjálft og vinnur að framgangi allra einstaklinga  jafnt en án sérhagsmuna einstakra hópa. Þar sem fólkið er ríkið og ríkið er fólkið.

"Okkar Ísland" er stjórnkerfi sem á að byggja á heiðarleika meðal fólks og tryggja fólki fyrir alvöru jöfn réttindi í þjóðfélagi okkar íslendinga. 

"Okkar Ísland" er byggt á þeirri hugmynd að við fólkið sjálft eigum að vinna að kjörum okkar. Því skuli fólkið sjálft vinna saman í kerfi sem vinni að sameiginlegri niðurstöðu án flokkakerfis.

"Okkar Ísland"  er byggt á þeirri hugmynd að við fólkið sjálft eigum að vinna að kjörum okkar. Því skuli fólkið sjálft vinna saman í kerfi sem vinni að sameiginlegri niðurstöðu án ríkisstjórnar sem hefur ofur yfirvald yfir þegnana.

Í "Okkar Ísland" eru þegnanir ríkið og ríkið þegnarnir. Einmitt vegna þess að allir (nema þeir sem eru ekki á sakaskrá og ekki komnir á þennan venjuga kosningaaldur) eiga jafnan rétt á að bjóða sig fram til þjónustu fyrir almenning. Með skiptingu og tilfæringu á valdi (minnkað) til að enginn festist í valdinu og verða lausir við að lenda í að setja í gang yfirbyggingu og stækkun valds með öllu sem því fylgir.

"Okkar Ísland" er ætlað sem hrein stjórnmál fólksins án blekkinga og allar aðgerðir væru upplýsingar fyrir allan almenning að ná í. Þannig yrðu allar fréttir um aðgerðir hreinar og beinar öll sagan sögð út í þjóðfélagið og ekkert skilið undan!

*****

"Okkar Ísland" er ekki!

"Okkar Ísland" er ekki ætlað fyrir einhverja hópa umfram aðra hópa. 

"Okkar Ísland" er ekki ætlað til að einhverjir sérstakir aðilar í krafti aðstöðu geti notað sér hana til að hagnast á sér og vinum sínum til handa þannig að aðrir verði fyrir áföllum á meðan.

"Okkar Ísland" er ekki fyrir uppbyggingu valds til stærra valds.

"Okkar Ísland" er ekki til að byggja upp og viðhalda valdi yfirstéttar.

"Okkar Ísland" er ekki fyrir flokkakerfi heldur fyrir að fólk beri fram skoðanir sínar á jöfnum grundvelli án utanaðkomandi áhrifa.

"Okkar Ísland" er ekki fyrir sérhagsmuni.

"Okkar Ísland" er ekki fyrir krosseignatengsl inn í fyrirtæki, stofnanir eða verkalýðsfélög.

"Okkar Ísland" er einfaldlega hugsuð sem sanngjörn leið fyrir okkur öll sem búa á Íslandi!

Eru það draumórar? Eða er það sanngjarnt að það mætti setja upp einhvern veginn svona kerfi eftir það sem hefur gengið á hér á Íslandi?

 Læt ég svo staðar numið nú en kem með fleiri atriði í nýja grein jafnóðum og hugleiðingar koma þar um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðni Karl !

Þakka þér; þess vönduðu samantekt.

En; í mínum huga, kemur ekkert annað til greina, en 15 - 18 manna Byltingarráð þjóðernissinnaðrar Alþýðu, hvert; fara ætti með öll völd hér - næstu áratugina.

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 01:15

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heill og sæll Óskar Helgi!

Þú ert bara róttækari en ég? Ha

Hugsa mætti sér til að byrja með utanþingsstjórn sem mundi meðal annars vinna að því að koma á kerfi því sem ég nefni. Ásamt öðrum störfum.

Hinsvegar þarf þjóðin á að halda stjórn sem flestir muni geta sætt sig við. Því ef við færum að velja aftur það sama og var áður við stjórnvölinn þá fáum við bara framlengdan vandann langt fram um ókomna tíð.

Með beztum kveðjum sem ævinlega/

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 7.9.2009 kl. 09:40

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Okkur er líka land þar sem fólk fullorðnast um 16 ára en ekki 35 eins og nú er sem er andstætt öllu náttúrulegu. Líkamlegri og andlegri hæfni byrjar yfirleitt að meðaltali að hraka um þennan aldur við þurfum hæft fólk um tvítugt til að leggja til bolmagnið og byggja upp reynsluna  til að hafa forsjá, til að bera ábyrgð á öðrum en sinni fjölskyldu síðar meir. 20 ár reynsla frá 20 ára aldri er tryggi í sjálfum sér.

Hér þar að skapa tækifæri til efla sjálfbæran samkeppni heimarkað um hækkun grunnlauna. Aðrir geta bjargað sér í ljósi færninnar sem telja sig bera.

Það hlutfallslega ekki mikið af gæða fullframleiðslu og hátækni sem við þurfum að flytja úr til að geta haldið hér upp almennu forréttinda hátekju þjóðfélagi þeirra sem nenna að taka þátt í bjarga sér sjálfir á sinn eigin kostnað.

Júlíus Björnsson, 12.9.2009 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband