Alþingismenn þið ættuð að skammast ykkar!

Að líta yfir farinn veg síðustu mánuða er alveg með ólíkindum. Allir þessir atburðir síðustu mánaða bera öll merki þess að íslenskt þjóðfélag er að hruni komið. Og er þá vægt til orða tekið.

Sökudólgarnir?

Að fylgjast með og horfa á ræður alþingismanna á Alþingi íslendinga er líka með ólíkindum. Þar rífast menn um hver sé sökuldólgurinn á efnahagslegu hruni landsins. Sem er alveg dæmigert á því að alþingismenn eru langt á eftir fólkinu að sjá hvað hefur gerst. Lang flestur þorra landsmanna hefur séð hvað hefur gerst og það strax fyrir mánuðum síðan. Í stað þess hefðu alþingismenn og líka flokkar átt að koma fram og biðja þjóðina afsökunar og koma fram með loforð um að þetta muni ekki gerast aftur. Hinsvegar er alveg ljóst að það voru ýmsar stefnur sem byðu afhroð þó mismandi mikið og á mismunandi hátt. Auðvitað er augljóst að sjá hverjir hafi átt sterkastan þátt í að þetta fjármálahrun hafi átt sér stað. En það eru þeir sem voru lengst við stjórn. Samt er alveg ljóst að flest allir flokkar hafi átt þátt þar að. Sá flokkur sem nú ræður í stjórn ber þannig litlu minni sök á. Og einnig stærsti stjórnarandstöðu flokkurinn. Það mætti síðan nefna ýmsa einstaklinga sem hafa notfært sér aðstöðu sína til að hagnast á. Og það stórum.

viðbót: ég er tildæmis að tala um ræðu Sigmundar Ernis fyrir um 3 dögum síðan.

Hver er skynsemin?

Að mæta síðan fólki glottandi á götu sem ég hef haft viðræður við vegna þess hversu ég hef verið oft nálægt stjórnmálafólki innan flokka. En segja ekkert við það nema í huganum. Hvað sagði ég þér ekki? Það má setja spurningamerki við skynsemi fólks sem hélt alltaf því fram að þetta væri nú allt svo gott og myndi ganga vel. Og svo blekkingarnar sem gengu út í þjóðina sem hinir trúgjörnu sættust á. En hvor er meiri skynsemin að sjá hið gagnstæða fyrir mörgum árum síðan og hafa sagt að þessi stefna myndi setja þjóðina á hausinn eða hið fyrrnefnda?

Að fara fram á afsökunarbeiðni er sanngjörn krafa!

Stjórnmálamenn. Biðjið þjóðina afsökunar! Því ef þið gerið það þá mun þjóðin kannski geta að einhverju leiti endurvekið traust sitt á ykkur til að vinna að endur uppbyggingu þjóðarinnar. Fyrr teljist þið ekki hæfir til verka.

Það er sárt og grátlegt að sjá hvernig komið er fyrir þjóðinni! Það er líka sárt að fylgjast með vonleysi fólks. Líka vegna þess að það hefur gefist upp á að standa á rétti sínum. Einmitt þegar að mest er þörf á.

HVER ER RÉTTUR ALMENNINGS?

Það er líka sárt að sjá til stjórnmálamanna á alþingi standa í því að svíkja almenning í landinu. Því að rannsóknir myndu leiða það í ljós að þetta er ekkert annað en svik við þjóðina. Það má einnig benda á það atriði að ef þjóðin, þ.e. almenningur í landinu á að borga tryggingasjóð fjárfesta til að tryggja enn betur fjármálaóráðsýu sem hefur viðgengist, þá mætti setja í gang sérstakan sjóð til tryggingar almennings í landinu sem væri sérstaklega fyrir almenning og beint sérstaklega gegn fjárfestum. Það er ekki hægt að neita þeim einföldu rökum! Það er líka hægt með sterkum rökum að segja að ef einhver á að borga Icesave þá eru það þeir eingöngu gerendurnir en ekki almenningur í landinu. Því segi ég! Auðmenn sem hafa sett þjóðina í þessa stöðu skulu borga Icesave en ekki almenningur!

Að standa með almenningi er sanngjörn krafa!

Það er sárgrætilegt að fylgjast með alþingi þessa dagana. Í stað þess að standa með almenningi í landinu þá standa menn með þeim sem settu þjóðina í þessa stöðu og þjóðunum sem eru að gera þessar með öllu ósanngjörnu kröfur! Síðan að sjá nýju einfeldningana á alþingi sem áður virtust standa með almenningi en hafa nú snúist á sveig gegn þeim. Það er ömurlegt!

En þessa máls alls mun svo sannarlega verða minnst sem svartur blettur á sögu Íslands. Í stað þess að nú hefði verið tækifærið að standa á rétti sínum.

ALÞINGISMENN SEM MUNU STANDA AÐ SAMÞYKKT ICESAVE: SKAMMIST YKKAR!

Hættið þessu rugli og snúist fyrir alvöru á sveig með fólkinu í landinu! Krefjist nýrra samninga strax, á öðrum forsendum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég var greynilega ekki hress með suma í dag. Og ég var í frekar fúlu skapi yfir þessum málum öllum.

Ég skrifaði>Að mæta síðan fólki glottandi á götu sem ég hef haft viðræður við vegna þess hversu ég hef verið oft nálægt stjórnmálafólki innan flokka. En segja ekkert við það nema í huganum. Hvað sagði ég þér ekki? Það má setja spurningamerki við skynsemi fólks sem hélt alltaf því fram að þetta væri nú allt svo gott og myndi ganga vel. Og svo blekkingarnar sem gengu út í þjóðina sem hinir trúgjörnu sættust á. En hvor er meiri skynsemin að sjá hið gagnstæða fyrir mörgum árum síðan og hafa sagt að þessi stefna myndi setja þjóðina á hausinn eða hið fyrrnefnda?

Nánari útskýring>

Ég vinn á stórum vinnustað þar sem meira að segja er skrifstofa eins stærsta flokksins. Ég hef oft á mörgum sinnum farið í rökræður við fólk um stjórnmál. Sumt fólk get ég alveg talað við þó ég sé alls ekki sammála í pólitík. En upp á síðkastið hefur sú staða breyst gagnvart þeim flokki sem ég einu sinni studdi. Ég hef alltaf sagt að þetta mundi lenda allt saman mjög illa. Í mörg ár. Og ég hef alltaf talið að besta leiðin fyrir Ísland væri fyrir utan svona bandalög eins og tildæmis ESB!

Ég skrifaði>Síðan að sjá nýju einfeldningana á alþingi sem áður virtust standa með almenningi en hafa nú snúist á sveig gegn þeim. Það er ömurlegt!

Nánari útskýring>Mér finnst það vera sárgrætilegt að einn smá nýr flokkur sem sagðist vera "Þjóðin á Þing" skuli geta snúið sér svona í málinu! Sértaklega af því að allar breytingartillögur gera ekkert fyrir það fólk. Neitun á samþykkt er eina ráðið. Menn verða að þora!

Guðni Karl Harðarson, 23.8.2009 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband