Væri hægt að kæra ríkisstjórn fyrir stjórnarskrárbrot?

Eftirfarandi bréf var sent þingmönnunum  Vigdísi Hauksdóttur og Pétri Blöndal. En Vigdís er Lögfræðingur.

Ég ákæri Ríkisstjórn Íslands fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar að ætla sér í umsókn um ESB inngöngu án þess að vera búin að breyta stjórnarskránni eða fá úr því að fullu skorið hvort að það sé löglegt að fara í umsókn og viðræður um hana eða sækja um ESB án þess að þetta atriði sé að fullu úr skorið!

Ég mun leitast eftir að fá meirihluta þjóðarinnar í lið með mér við ákæruna. Einnig mun ég leita eftir aðstoð færustu lögfræðingum landsins (með gjafsókn eða allir sem eru samþykkir borgi) til að taka málið fyrir. Ég mun leitast eftir því að fara með málið fyrir alla þá hugsanlega dómstóla sem hægt verður og lögfræðilegt mat er með.

********

Ég ætla að vona að ykkur sé ljós rökfræðilegi munurinn á þessu tvennu:

*******

Þjóðin á rétt á því að kjósa um það hvort að það eigi að fara í aðildarviðræður. Það er að ofansögðu ekki hægt að neita henni um það!

**************

Gert af Guðna Karli Harðarsyni þann 15.  Júlí 2009.

Viðræður voru um þetta á alþingi í dag um hvort umsókn væri stjórnarskrárbrot. Þessvegna datt mér þessar röksemdafærslur í hug:

Rökin eru þessi:

Ef það kemur greynilega í ljós að það sé ekki hægt að fara í umsókn án þess að breyta stjórnarskránni, en ríkisstjórnin ætlar að gera það samt. Þá mun meirihluti þjóðarinnnar geta ákært ríkisstjórnina fyrir stjórnarskrárlagabrot og sótt málið fyrir dómstólum.Að framansögðu væri ríkisstjórnin að brjóta gegn íslendingum og hefðu ekki umboð né rétt til að fara í viðræður fyrir hönd þjóðarinnar!

Svo ætla ég að bæta við:

Ef ríkisstjórnin hefur ekki umboð þannig til að fara í umsóknina þá verður hún því að leyfa þjóðinni að kjósa um hvort það á að sækja um! 

 

 


mbl.is Niðurstaða um ESB á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Hvaða bull er þetta í þér? Við kjósum um aðild þegar samningar eru klárir og meirihluti ræður. Er nokkuð erfitt að skilja það?

Bjarni Kristjánsson, 15.7.2009 kl. 23:21

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég held ekki að það sé stjórnarskrárbrot að sækja um eitthvað sem sumir (margir) telja að geti orðið stjórnarskrárbrot ef af verður.

Sæmundur Bjarnason, 15.7.2009 kl. 23:31

3 Smámynd: Páll Blöndal

Hvaða grein stjórnarskrárinnar ætlar þú að styðjast við?

Páll Blöndal, 15.7.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Bloggvinur minn Skolli (Valdimar Samúelsson) hefur þegar lagt fram kæru um landráð

Rök hans er að finna í stjórnarskrá okkar:

Er vafamál að Jóhanna braut þessi lög.; Kafla X. Landráð. Hún hefir sýnt ofbeldi æ ofan í æ og tilraunir til Landráðs. Er fólki ekki ljóst hvað er að ske hér. Hún gæti átt ævilanga fangelsisvist fyrir höndum.

86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr.Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)

Ísleifur Gíslason, 15.7.2009 kl. 23:42

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Bjarni þú ert ekki að skilja mig! Ég er að tala um að samþykkt á þinginu að ganga í viðræður er stjórnarskrárbrot segja þau Vigdís og Pétur. 

Það er ekkert bull í mér því það sem ég er að tala um er nákvæmlega um það sem þau Vigdís Hauksdóttir og Pétur Blöndal voru að tala um í gær (miðvikudag) á þinginu (ég var á pöllunum). Að þetta væri stjórnarskrárbrot og því væri hægt að kæra það sem slíkt. Kæra þegar að ráðherra færi af stað. En kæran gerði ekki svo mikið fyrir okkur.

Ég er hinsvegar einungis að færa kæruna yfir á þjóðina sjálfa því þá væri möguleiki að kæran gerði eitthvað fyrir okkur: sjá röksemd.

Páll ég man ekki hvaða grein Pétur var að tala um á þinginu.

Guðni Karl Harðarson, 16.7.2009 kl. 00:12

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Bjarni aftur, það stenst ekki í stjórnarskránni að fara í viðræður eða umsókn (sem SF vill gera en það er stór munur á umsókn og viðræðum). Það var það sem verið var að ræða um í dag að fyrst þyrfti að breyta stjórnarskánni. Ég líka man eftir að Pétur var að tala um þetta atriði á fundinum  fyrr í vikunni hjá Fullveldissinnum. ísleifur manstu ekki eftir þessu atriði?

Eða er ég að misskilja eitthvað? Eða þarf einungis að breyta stjórnaskránni þegar aðþað sem kemur að utan til baka? Nei ég held ekki því Pétur var að tala um þegar að Utnaríkisráðherra færi út með samþykktina fyrir umsókn þá væri hægt að kæara það. Þegar að hann færi út með samþykktina af þingun sagði hann!

Ísleifur, landráðkæruna hafði ég ekki heyrt af.

Guðni Karl Harðarson, 16.7.2009 kl. 00:28

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Páll, Ísleifur svarar þessu svo greynilega fyrir þig.

Guðni Karl Harðarson, 16.7.2009 kl. 00:35

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

En annars er þetta orðið svo mikið rugl og viðræðunar ganga þvers og kruss. Hver þingmaður svarar einum og svo er svissað yfir í önnur atriði. En ekki skrifa ég minnsimiða uppi á pöllunum. Þó ég geti hlustað á þetta allt saman í gegnum Alþingi. Ég styng því upp á að þið hlustið á hvað Pétur var að segja og hún Vigdís. En ég hlusta á það betur á morgun.

Ef þetta er rétt þá halda rökin mín hér að ofan.

Guðni Karl Harðarson, 16.7.2009 kl. 00:39

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Enn og aftur Bjarni. Auðvitað veit ég að Ríkisstjórn vill láta samþykkja að fara í umsókn á morgun (sem verður mjög líklega gert) Síðan verður Utanríkisráðherra sendur út til samninga og aðrir viðræðumenn með honum! Svo á eftir að ræða um hvaða viðræðumenn það verða? Það er líka rifist um það hvort það verði eingöngu menn hliðhollir stjórninni, því þá koma þeir með það sem þeir vilja til baka, eða segja já við öllu sem er rétt að okkur. En ef viðræðuefnd væri blödnuð og hlutlaus þá væru viðræður sanngjarnari og tækju lengri tíma. Þeir segðu ekki já við öllu.Og kæmu með betri samning til baka (segja þingmenn) fyrir þjóðina að velja um.

Um þetta var líka rætt í gær.

Síðan þegar að kemur til baka þá fáum við að skoða allt nammið þeirra og velja hvort við viljum (með já, já, já og nei hópunum hennar Jóhönnu).

Guðni Karl Harðarson, 16.7.2009 kl. 00:57

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ísleifur það er persónubundnar kærur sem þú nefnir. En ég var að leita leiða til að sína fram á að kæran væri þannig að hægt væri að segja það að þjóðin hafi ekki samþykkt það að ríkisstjórnin fari út í þessar viðræður. Út á það ganga rökin mín.

Guðni Karl Harðarson, 16.7.2009 kl. 01:13

11 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Nú áðan barst mér svar frá henni Vigdísi að það þyrfti einstaklingur sem væri tengdir málinu að leggja fram kæru til að úr geti orðið dómsmál. Þannig þyrfti einstaklingur tengdur málinu að kæra.

Það er ekki hægt að spyrja um hvort stjórnarskrárbrot hafi verið framið á viðkomandi vegna umsóknar aðildar, Sem er ekki heimild fyrir í stjórnarskránni. Þannig samt eins og ég hélt að það væri ekki heimild fyrir umsókn í stjórnarskránni. Þá erum við komin í hring.

Guðni Karl Harðarson, 16.7.2009 kl. 01:35

12 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Og enn skrifa ég:

Það er alveg greynilegt að það er ekki heimild fyrir því í stjórnarskránni að fara í umsókn. Eða þannig skil ég hana Vigdísi Hauksdóttir þingmann og lögfræðing, sem svaraði mér svo vel og vandlega í gærkvöldi með netpósti. En af augljósum ástæðum get ég ekki gefið upp allt og orðrétt innihald svars hennar. Að hennar mati þarf því fyrst að breyta stjórnarskránni til að geta samþykkt að fara í umsókn eða viðræður.

Það var þetta sem ég sá og hélt því að þetta væri stjórnarskrárbrot sem hægt væri að notfæra sér fyrir þjóðina. En því miður er ekki hægt að segja það því það stendur ekki neitt í stjórnarskránni um þetta.

Þetta er því augljóslega bæði brot á stjórnarskránni því það þarf að breyta henni til að geta sótt um

og ekki brot á stjórnarskránni vegna þess að fordæmið er ekki til í henni að fara í umsókn um aðild.

Skrýtið

Guðni Karl Harðarson, 16.7.2009 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband