Hversvegna Ísland? - Ákall til þjóðarinnar!

Alltaf betur og betur er að koma í ljós að kosnir fulltrúar þjóðarinnar hafa ekki hag þjóðarinnar sem heild í huga. Verk þeirra sína ótvírætt vangetu þeirra að takast á við vanda þann sem steðjar að þjóðinni. Vanda sem hefur verið að myndast í gegnum stjórnir allra flokka landsins. 

Allur vandi á að leggjast á hinu vinnandi fólki landsins og afkomendur þeirra. Jú, jú, það eru til einhverjir sem þessi mál öll koma lítið við budduna hjá þeim. Meðal annars þeirra sjálfra. En það er þorri almennings sem vill ekki að fjármálavandi þjóðarinnar lendi á þeim. Vill ekki fá yfir sig síendurteknar verðhækkanir, skatta hækkanir og skuldahala sem stjórnin ætlar sér að setja á þjóðina.

Það er búið að setja Ísland í gjaldþrot. Aðeins almenningur á Íslandi mun geta losað þjóðina út úr gjaldþrotinu og byggt upp nýtt Ísland. En samt með ákveðna fortryggingu í til þess gerðum sjóði (sjá "Okkar Ísland skjalið). Það þarf að verja þjóðina og almenning fyrir áföllum á meðan að Ísland er byggt upp á nýtt.

Hinsvegar er það alveg ljóst að ef aðrir flokkar taki við eftir fall þessarar stjórnar þá mun hún ekkert gera til að laga vandann. Jafnvel þó að þeir flokkar séu að andmæla á þingi.

Það er alveg ljóst að það besta sem kæmi fyrir á Íslandi væri að þjóðin sjálf tæki sig til og losi sig við þetta flokkalið og taki sig sjálft til að setja saman nýtt kerfi til stjórnunar á Íslandi. Kerfi fólksins. 

Hvenær munu stjórnmálamenn sjá að sér og viðurkenna þennan rétt fólksins? Hvenær munu flokkar viðurkenna mistök sín við að stjórna landinu? Því fyrr því betra. Því annars mun Ísland tapa á tíma!

Það þarf að gefa fólkinu sjálfu tækifæri til að laga vanda Íslands og byggja upp nýtt mannsæmandi þjófélag. 

Það þarf að gefa fólkinu sjálfu tækifæri til að gera mistök og síðan læra af þeim. 

Segjum hingað og ekki lengra. Við erum búin að fá nóg!

Fólkið á Íslandi er framtíðin.

Þessvegna hef ég verið að setja saman skjalið "Okkar Ísland" því ég hef trú á að almenningur sjálfur geti gert Ísland að betra landi til að lifa í.

 

______________________  "Okkar Ísland"   ________________

Hér er 38 blaðsíðna skjal sem er með grunnhugmyndir leikmanns um stjórnsýslu fólksins og viðréttingu landsins úr kreppunni.

Ath. "Okkar Ísland" byggist á því að íslendingar taki á málum sínum sjálfir!

Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í Word  .doc (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)

Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í nýrra Word .docx skrá (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)

 http://www.mediafire.com/?2yego20ndmz

_________________________________________________


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þú meinar við erum ekki þjóðin. Hin þjóð. 

Júlíus Björnsson, 7.7.2009 kl. 19:21

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eins og komið hefur verið fram við fólkið í landinu þá eru stjórnmálamenn að sýna okkur að  þeir geti gert hvað sem þeim sýnist gagnvart fólkinu í landinu. Í reynd eru þeir að segja að það sé engin þjóð því þeir geti komið fram við hana eins og þeim sýnist. 

En fólkið í landinu ætti að vera þjóðin. Og þjóðin okkar hefur borið algjört skipbrot. Þjóðin er sundruð í staðinn fyrir sameinuð í verkum sínum. Rökrétt er því að segja: ríkisstjórnin ber engva virðingu fyrir þjóðinni!

Við þurfum því að búa til nýtt Ísland frá grunni. Nýja þjóð þar sem við öll tökum höndum saman að setja saman nýtt Ísland. Hina nýju þjóð!

Guðni Karl Harðarson, 7.7.2009 kl. 22:49

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er skipulögð sundrung af þeim sem deila og drottna bak við tjöldin og láta  aðra vinna fyrir styrkjunum.

Júlíus Björnsson, 7.7.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband