Ýmsar vangaveltur og nýtt flott Blogg

Á bloggum og úti í þjóðfélaginu hafa myndast eins og flestir vita hinir ýmsu hópar um og eftir bankahrunið og kreppuna. Það nýjasta í þessa veru er Bloggið sem Jakobína Ólafsdóttir setti af stað í vikunni:

Lýðveldið Nýja Ísland eða http://nytt-lydveldi.blog.is/blog

Bloggsíða með margt áhugavert í markmiðum. Nú vakna upp þær spurningar hvort við almennir borgarar Íslands getum fyrir alvöru komið saman til að búa til eitthvað sem fyrir alvöru virkar. Í mínum huga er Bloggsíða hennar Jakobínu góð undirstaða fyrir framhald sem hægt væri að byggja upp frá.

Eins og ég sé dæmið ef það væri algjörlega í toppstöðu (í topp vonum og væntingum):

Eitthvað svona tekur við i framtíðinni sem byggir á hugmyndum "Lýðveldisins Nýja Ísland" Hugmyndir sem hafa verið að myndast í hugum nokkurs hóps manna eins og Jakobínu (og míns sjálfs) í gegnum tíðina og á undanförnum mánuðum.

 *****

Ég sé fyrir mér í nánustu framtíð: Ný Ríkisstjórn verður til um helgina sem mun fáum málum koma í verk. Svo dæmi sé tekið, fólk sem hefur orðið fyrir verstum áföllum vegna hrunsins fá litlar sem engar leiðréttingar. Þar má nefna algjört ráðaleysi Ríkisstjórnar vegna vanda þess fólks sem er að missa heimili sín og svo framvegis. Það munu engin ný ráð koma þeim til bjargar.

Það hefur svo berlega komið í ljós að Ríkisstjórn hver sem hún væri tekur alltof mikinn tíma að ræða mál og ganga frá.

Ég reikna með því að í framtíðinni muni allt lenda á hinum almenna þegn þessa lands sem átti engan þátt í þessu hruni. Hinir sem voru gerendurnir muni sleppa. Þannig munum við fá á okkur allskonar hærri skatta og samdrátt á mörgum sviðum. Við munum sjá enn hækkandi vöruverð í hinum ýmsu flokkum. Þar á meðal Bensín svo dæmi sé tekið. Flokki sem er algjörlega úr samhengin við erlent markaðsverð á þessum tíma. Því hvernig má það vera að bensínverð sé komið í yfir 150 krónur á meðan að tunnan á dollara verðinu er langt undir því hæsta verði sem það var hæst í fyrra. (crude oil verð nú $ 50.91 á tunnuna þann 29 Apríl).

Nú þegar er verið að segja frá í fréttum að helstu og stærstu auðjöfrar og hinir svokölluðu peningavíkingar hafi tapað miklum eignum. Sumir gjaldþrota og næstum gjaldþrota. Ég heyri þær raddir (á bloggum) að þetta fólk sem setti hrunið af stað eigi engva peninga til að borga til baka til þjóðfélagsins. En það er bar ekki að öllu leyti rétt! Það var fullt af fólki sem komu peningum undan í reikningum i frílöndunum. 

Það er algjört prinsipp atriði í mínum huga að þetta fólk borgi til baka. En við vitum jú að þessar rannsóknir geta tekið upp í 3 ár. Á meðan væri hægt að ná í peninga með öðrum ráðum!

Ég hef verið að tala um á bloggi mínu að búa til "Viðlagasjóð". Inn í þann sjóð var hugmyndin að ná inn peningum frá fólki sem er á ofurlaunum með aukabónusa og sér biðlaunum og eftirstarfalaunum. Til þess að fá fyrirtækin til að borga þessa peninga í slíkan sjóð mætti til að mynda skoða að gefa fyrirtækjum eftir einhverja skatta eða tilfærslur skatta til þeirra. Að búa til þannig aðstæður að fyrirtækin sæju sér hag í að borga í viðlagasjóð frekar en þessar áðurnefndu sponslur. Síðan mætti gera því fólki ljóst sem fengið hefði slík laun að ef það ætlaði sér ekki að sætta sig við dæmið þá yrði settur á það OFUR hátekjuskattur. Það væri betra að velja hina leiðina. Síðan mætti þora að setja algert hátekjumark yfir alla þegna landsins.

 

Ný Ríkisstjórn mun koma með fögur orð og fyrirheit sem lítið verður af framkvæmdum úr! Sum mál munu þannig sofna inni í nefndum vegna anstöðu þrýstihópa og svo framvegis. Síðan munu önnur taka alltof langan tíma. En nægur tími er akkúrat ekki sem ný stjórn hefur. Því fannst mér svo lákúrulegt og óraunhæft af Forseta vorum að segja þeim að taka sér allan þann tíma sem þau þyrftu til að mynda stjórn. Því það er sem þau hafa ekki! Einmitt vegna stöðu ofurlána á húsnæði og aðgerðarleysi vegna þeirra og stöðu heimila sem eiga í þessum vanda. Myndun þessarar stjórnar hefur tekið alltof langan tíma! En þó sagt væri að það væri enn þessi minnihlutstjórn við völd þá hefur hún í reyndinni lítinn tíma til að vinna úr málum. Einmitt vegna þess hversu myndunar nýjar stjórnar hefur gengið hægt og alltof mikill tími hefur farið í fundi.

Nákvæmlega eins og kom svo berlega í ljós í starfi þessarar minnihlutastjórnar sem er að fara frá þá tóku flest mál hennar alltof mikinn tíma og hún kom litlu í verk. Í því dæmi voru mál (sem ég var óbeint og beint þátttakandi að) sem sýndu svo berlega vangetu þessarar stjórnar.

Loforðið um Persónukjör kæfði stjórnina

Stjórnlagaþingið kæfðist vegna tímaleysis því það var svo seint tekið fyrir.

Þannig var með ýmis mál. En á meðan voru þingmenn og stjórnarliðar að ræða um mál sem akkúrat skiptu engu máli fyrir þjóðina á þessum verstu tímum. Eins og tildæmis hvort að selja ætti áfengi í búðum. En það var eitt málið sem var verið að karpa um á alþingi rétt á eftir að minnihlutastjórnin var mynduð.

Ótrúlegt bull! Síðan ætlar ný Ríkisstjórn að gera sitt til að koma þjóðinni inn í ESB því að þá halda þau að þau geti losnað við hluta af vandanum sem þau eru ekki tilbúin að takast á við sjálf! En anstaða VG við inngöngu verður frekar veik. Það mun ekki ganga nema að fólkið sjálft sem er á móti inngöngu taki sig saman og berjist fyrir Íslandi!

Ég skora á fólk sem hefur áhuga að skoða þetta nýja blogg og óska eftir að gerast Bloggvinir þess. En hér eru helstu markmiðin (sem auðvitað verða finesered í framtíðinni með enn meiri nákvæmni og tillögum frá góðu fólki)

Burt með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn

Fólkið í landinu skiptir mestu máli

Allar fjölskyldur eiga rétt á heimili, mat, heilbrigðisþjónustu og menntun

Aðildarviðræður um ESB eru ótímabærar og gjaldeyriseyðsla

Nýta orku á arðbæran hátt fyrir þjóðina

Vernda skal náttúru landsins

Fólk á að hjálpast að í kreppu

Ekkert barn á að vera svangt

Tryggja matvælaöryggi á Nýja Íslandi

Vera dálítið hallærislegur og styðja það smáa og gjöfula

Frelsa atvinnulífið úr helsi lénsherraveldis, hafta, vanhæfra eftirlitsstofnanna, einokunar og samþjöppunar

Taka auðlindaskatt af stóriðju

Taka kvótann af lénsherrunum

Frelsa matvælaframleiðslu á Íslandi

Ekki samþykkja inngöngu í ESB næstu 3 árin

Vinna sjálf upp styrk krónunnar með því að skapa verðmæti en ekki skuldir

Reka fólk út að vinna með öllum ráðum

En þessi öll atriði eru þess eðlis að vinna þarf að þeim mjög vandlega!

Endilega skoðið Bloggið okkar:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband