Smá viðbót vegna Stjórnlagafrumvarpsins

Hversvegna sendi ég stjórninni og st.flokki email um að stöðva frumvarpið ef ég vildi fá frumvarp til að setja Stjórnlagaþing og því breytingar á stjórnarskránni í gegn? Mér datt endilega ekkert í hug að þau mundu fara eftir því! Bjóst ekkert við því. Síðan var ég aldrei sáttur við frumvarpið eins og það var. Vegna forræðisgildisins.

Ég reiknaði alltaf með því að frumvarpið gengi ekki í gegn vegna málþófsins. Málið var að þetta var prófmál í mínum huga. Þó vitað var að einstaklingar inni á hreyfingum eins og Lýðveldisbyltingunni hafi verið að vinna í þessum málum á fundum og á netinu þá varð að komast prófraun á svona frumvarp inni á alþingi. 

Nú hefur komið í ljós að þessi, athugið, segi og skrifa minnihlutastjórn (?!) hefur ekki tekist að koma svo mikilvægum málum í gegn eins og Persónukjörinu og Stjórnlagafrumvarpi með Stjórnlagaþinginu.

Nú er einfaldlega komið að fólkinu að framkvæma þessi mál og það þarf að leita allra leiða (ath. ég skrifa allra leiða) til að koma þessum málum fólksins í gegn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband