Það ættu allir að vera svona!

Náungasamstaða og kærleikur það er málið!

Ég varð fyrir því að verða Bensínlaus á leiðinni heim úr vinnu. Rétt á móts við Árbæjarsafnið (hinum megin við götuna). Ég varð ekki svo lítið hissa að maður í  fyrsta bílnum sem kom að þegar að ég var búinn að keyra út í vegkantinn, stoppaði og bauð að keyra mér til að kaupa Bensín. Hann keyrði mér alla leið upp á Shell stöð uppi í Hraunbæ. Beið meðan að ég setti bensín á brúsa og keyrði mér síðan aftur til baka. Beið eftir að ég hellti á bílinn og að hann færi í gang.

Frábært! Slíkt fólk er víst ekki á hverju strái hér á síðustu og verstu tímum. Verst að mér láðist að fá nafn mannsins. En mér finnst svo sannarlega vert að minnast á svona!

Við fórum að ræða saman. Sagði hann mér að væri atvinnulaus Gröfumaður. Guð hvað hann var mér sammála um allt sem er í gangi hér í þjóðfélaginu! 

Málið er að það mun verða Ný Lýræðisvakning í gangi! Það er fullt af fólki sem vill alvöru breytingar!

Áfram Ný Lýræðisbarátta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband