Ísland og framtíðin

Ég nota þessa frétt ef það er í lagi til að setja tengingu á grein mína.

Með krafti, dug, þor og vilja getum við íslendingar valið okkar eigin framtíð. Því það er í þjóðarsálinni að eiga rétt á og geta tekið okkar eigin ákvarðanir til að búa okkur til þá framtíð. Þessi atriði eru þannig og hafa allltaf verið sterk með þjóðinni, ásamt sterku stolti af verkum okkar. Og verða alltaf þannig sterk. Ein aðal ástæðan á þessu er fjarlægð landsins okkar frá öðrum löndum.

Kraftur sá er ofar öllu öðru brölti sem snýst um að einstaklingurinn, fjölskyldan og þjóðin verði háð  öðrum, frekar en okkar eigin ákvörðunum.

Kraftur okkar til að framleiða íslenskar vörur og eiga til þess tækifæri að bjóða þær fram á sanngjörnu verði er alltaf þannig ofar öllum loforðum um lækkað innflutt vöruverð, svo eitt dæmi sé tekið.

Kraftur okkar um að eiga val á að nýta auðlindir okkar á sjálfbæran hátt. Því fáar þjóðir í heiminum eiga eins góða möguleika á að búa til sjálfbæra framtíð byggða á því sem landið okkar hefur upp á að bjóða.

Íslendingar hafa þannig sérstöðu í heiminum vegna þess að við höfum tækifæri til að byggja okkur upp með fæðuöryggi sem byggist upp á að efla Landbúnað að nýju með allskonar vistvænum verkefnum í hverskonar ræktun eins og grænmeti, ávöxtum, sem og enduruppbyggingu á kjötframleiðsu.

Þannig gætum við byggt á því að allar framkvæmdir verði vistvænar og sjálfbærar að öllu leiti. Og fæðuöryggið helst í hendur við sjálfbærnina. Sem og að eiga þess kost á að bjóða öðrum þjóðum upp á algjörlega vistvænar vörur til kaups.

Þannig gætum við byggt upp landið okkar að fá almenning með til að vinna saman jöfnum höndum að framgangi þess. En það er gert með nálgun fólksins inn með hverskonar samvinnu í félagslegri sjálfbærni þar sem fólk kemur saman til að efla og skapa. Eru þátttakendur í að móta sjálfbært samfélag með sínum krafti þar sem leikur og störf verða til í sameiginlegu umhverfi. 

En félagsleg sjálfbærni fellst meðal annars líka í því að byggja upp sjálfbært hagkerfi þar sem fjölskyldan kemur saman til að eiga þess kost á að velja og byggja sér upp áhyggjulitla framtíð. Þar sem inni væru tildæmis mjög litlar sem engvar fjárhagsáhyggjur. Það væri kerfi sem væri miklu öflugra og sterkara heldur en kerfi sem byggist á veitinum ölmusa eins og velferðarkerfi okkar byggir á. Þátttaka í störfum og leik helst þannig í hendur til að búa okkur til sanngjarna framtíð.

Að gera Ísland þannig að sjálfbæru samfélagi byggist líka á því að fá fólk til að vinna saman að allskonar verkefnum. Því þar sem heildstæð samstaða ríkir, þar ríkir krafturinn, dugurinn og þorið. Því þarf að tengja saman samfélög hér og þar á Íslandi til að öll sjálfbærni í hverju formi sem hún er, verði til og haldist í hendur. Þannig byggir sjálfbærnisamfélag sér upp heildstæða stefnu sem verður til þess að bæði lítil verkefni og stór verða tll. Verkefni sem hverskonar smærri samfélög eins og tildæmis sveitabæir og stærri samfélög sem þorp geta notið. Takmarkið hlýtur alltaf að vera að búa til heildstætt samfélag sem heldur undir og styður við verkefni sem sett væru í gang.

Eins og staðan er í dag er fullt af sjálfbærni verkefnum í gangi hér og þar um Ísland. Mörg þessara verkefna eru einyrkja verkefni sem sum eiga erfitt uppdráttar. Það skortir stuðning við verkefnin sem slík. En til þess væri best að byggja upp og efla sameiginlega starfsemi sem sjálfbærni samfélög væru. Þannig séð væri tilgangurinn á að setja í gang sjálfbærniþorp líka stuðningur við verkefni þegar komin í gang, sem og stuðningur í að setja ný í gang.

Stefna þessi sem slík er til að búa til algjörlega sjálfbært samfélag á Íslandi. En til þess væri besta framkvæmdin að búa til sjálfbærniþorp fyrir hvert landsvæði fyrir sig. Eitt fyrir hvern landsfjórðunginn.

Ég skora á ykkur að heimsækja einfalda heimasíðu mína sem lýsir á einfaldan hátt því hvað hugmynd mín að Sjálfbærniþorpi er.

 


mbl.is Sauðaþjófnaður upplýstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Í meira lagi undarlegt að hnoða svona grein inn í athugasemdir um frétt af sauðaþjófnaði á tuttugustu og fyrstu öld! Gastu ekki fundið frétt af einhverjum öðrum landsmálum til þess arna?

Bara spyr. Dulítið skondið;-)

Halldór Egill Guðnason, 5.11.2011 kl. 01:34

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já var það ekki? Ég man ekki til þess að hafa séð þig heimsækja bloggið mitt fyrr

Ég man heldur ekki til þess að hafa fengið þrjá sem f líkar þetta  Alla vega ekki lengi lengi.

Hvort var það undarlegt eða skondið?

Auðvitað mun ég þó setja þessa sömu grein eða tilvísun í hana aftur inn við betra tækifæri. En notaði aðeins það sem ég hafði í þettað sinn. Fékk þó alveg fullt af fólki í heimsókn vegna hennar.

Guðni Karl Harðarson, 5.11.2011 kl. 12:32

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég hafði þó sjálfur pínu lúmskt gaman að því að blanda þessu saman. Ég spáði mikið í það og ákvað að slá til. Fannst það alveg vera saklaust.

Sjálfsbjargarviðleitinin er sterk í okkur íslendingum?

Guðni Karl Harðarson, 5.11.2011 kl. 12:56

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þessi sýn þín um sjálfbærniþorpin afar spennandi, og mér er alveg sama hvar þú "treður" henni Guðni Karl minn.  Hún stendur fínt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2011 kl. 13:38

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér fyrir Ásthildur mín.

Þó ég segi sjálfur frá þá er þessi sýn mín ekkert verri, ef ekki betri heldur en allur loforðapakkinn sem var að koma frá flokkunum fyrir stuttu síðan.

Guðni Karl Harðarson, 5.11.2011 kl. 14:35

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er svei mér þá sammála þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2011 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband