Hræsni og undirlægjuháttur vegna ESB umfjöllunar

Ég var á margt ágætum fundi stjórnlaganefndar um stjórnarskrármál í Súlnasal Hótel Sögu í gærkveldi. Þar kom ýmislegt fram um þjóðfundinn, sem og um stjórnagaþingslögin og hvað ætti að vera innihald nýrrar stjórnarskrár.

Samt komu þar atriði sem ég var alls ekki sáttur við! Ég vil ekki vera neikvæður en mér blöskraði dálítið. 

Það kom upp á fundinum að það ætti ekki að trufla gerð endurgerð stjórnarskrárinnar með því að fólk fengi að kjósa um hvort að það ætti að draga umsóknina og aðlögunarferlið um ESB til baka. Sérstaklega tók þar til máls Samfylkingarmaður (ég ætla ekki að nefna nafnið hans) sem tjáði sig um þetta mál og eiginlega skammaði fyrir það að þingsályktunartillagan hafi átt að bera fram. 

Síðan var þetta rætt á fundinum og sumir voru sammála um að ekki ætti að trufla kosningu fulltrúa á stjórnlagaþingið með þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál. Klöppuðu þannig sumir (EKKI ÉG!) þegar að umræðan um málið var kláruð. Held líka að þeir sem hafi klappað hafi verið nokkrir ESB sinnar.

Nú kem ég loksins að ástæðunum fyrir þessum skrifum mínum hér!

1. Það er á vissan hátt hræsni að neita þjóðinni um þjóðaratkvæðagreiðsluna vegna þess að ég veit ekki betur en að það eigi að ræða um atriði númer 7. í stjórnlagaþingslögunum (framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála).

Þeir fylgjendur sem klöppuðu finnst þá að það eigi ekki að fjalla um þetta meðfram kosningu til þingsins en vilja þó að það verði rætt í vinnu stjórnlaganefndarinnar, sem er algjör hræsni. Nema að þetta fólk séu svo miklir sakleysingjar að átta sig ekki út á hvað málið gekk.

Sem sagt. Þau vilja að það sé rætt innan stjórnlagaþingsins en ekki utan þess. En bera því við að það trufli vinnu á kosningu til stjórnlagaþingsins.

2. Samfylkingin setti í lögin um að ekki mætti fjalla um ESB afsögn nema 3 mánuðum eftir að þing hæfist. Vitandi það að svo gæti farið að þessi þyngsályktunartillaga gæti verið borin upp. Sem er líka hræsni og undirlægjuháttur vegna þess að þeir vildu ekki að svo gæti farið að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði sett í gang. Vegna hræðslu og vitandi þess að vera búnir að undirbúa sig sérstaklega fyrir 7. liðinn og safna fólki til að bjóða sig fram á stjórnlagaþingið með því að geta sett inn einhver lög sem þau eru búin að forsníða, um framsal ríkisvalds.

Hræsni og undirlægjuháttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband