Verjum auðlindir okkar!

Með því að festa sérstakt vel útfært ákvæði inn í stjórnarskrána væri hægt að verja auðlindir okkar  fyrir ásælni erlendra fyrirtækja!

En þangað til að ný stjórnarskrá verður tilbúin þurfa alþingismenn og ríkistjórn að setja sérstakan varnagla með nýjum lögum sem væru bráðabyrgðalög þangað til að þjóðin sjálf væri búin að ákveða þetta!

 


mbl.is Segir fólk vera hrætt við að missa vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eða gera akkúrat öfugt, leyfa fólki að selja sínar eignir og koma fá fjárfesta til landins, óhefta af útlendingahræðslu og fordómum.

Predikari (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 21:07

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eða gera akkúrat öfugt við sem þú skrifar. Leyfa íslendingum að njóta gæði landsins síns með því að almenningur njóti sölu afurða þeirra, í stað erlendra auð-fyrirtækja.

Það hefur ekkert að gera með útlendingahræðslu eða fordóma að gera!

Starfið er margt, en eitt er bræðra bandið,

boðorðið, hvar sem þér í fylking standið,

hvernig sem stríðið þá og þá er blandið,

það er: Að elska, byggja og treysta á

landið.

Guðni Karl Harðarson, 8.8.2010 kl. 12:22

3 identicon

Alveg er ég sammála því að leyfa öllum að njóta gæða lands síns, en hinsvegar erum við einmitt að tala um að láta fólk njóta gæða af annarra manna landi.

Hinsvegar þykir mér skrítinn þessi ótti við að við hættum að græða á starfsemi þessarra fyrirtækja hér á landi ef þau komist í annarra manna hendur. Í fyrsta lagi er enginn að fara að hætta að skattleggja þessi fyrirtæki og í öðru lagi, ef það væri arðsamast fyrir þessi fyrirtæki að veita Íslendingum ekki þjónustu hefðu þeir Íslendingar sem áttu þau hætta að veita Íslendingum þjónustu fyrir löngu síðan :)

Nema auðvitað útlendingar séu gráðugri heldur en Íslendingar.

Predikari (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 02:50

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þetta snýst um að íslendingar sjálfir njóti auðlindanna! Svar mitt til þín er einfalt. Ef auðlindir komast í hendur erlendra aðila flytjast miklu, miklu meiri fjármunir úr landi! Allur gróði þessara fyrirtækja flytst erlendis= fjármagn úr landi.

Ef við verðmætasköpum sjálfir og seljum afurðirnar högnumst við á sölunni með því að fá erlent fjármagn til landsins í hvert sinn= að mestu fjármagn inn í landið.

Varðandi skattana. Ég hef séð það nefnt í fréttum að við séum aðeins að hagnast um 17% af veru Álfyrirtækjana hér á landi. Svo ef við tökum það dæmi þá er hagnaður okkar þar ekki mikill.

Við þurfum algjörlega að breyta um stefnu! Dæla peningum út í þjóðfélagið (tildæmis sjóðir fyrir ýmsa hópa) og lækka skatta til vissra hópa. Hætta að taka lán erlendis frá og hjálpa fólki algjörlega að rétta sig af með lækkunum skulda, nýja atvinnu fyrir þá sem eru atvinnulausir með því að nýta betur auðlindir okkar. 

Ísland er tækifæri okkra sjálfra til að rétta okkur við! Þetta snýst um viðhorfsbreytingu þar sem allt helst í hendur. Tækifæri fyrir íslendinga að skapa sér nýtt Ísland með því að nýta auðlindirnar með verðmætasköpun, mannauð og vinnuafls= skapar fjármagn sem allir einstaklingar þjófélagsins eiga geta notið gagns af en ekki fáir útvaldir né erlendir aðilar sem flytja fjármagn af gróða úr landi sem við fáum litla skatta af.

Með þessu nýtum við Ísland frá A til Ö fyrir þjóðina! Þar sem allt helst í hendur og tækifærin eru íslendinga sjálfra.

Ath. að ég hef dálitla þekkingu á fjármálum. Hugsa mætti sér eitthvað svipað og ég nefni í skjali mínu: "Okkar Ísland" sem er 50 síðna skjal um enduruppbygginu landsins. 

 Skoðaðu skjalið sem er inná:

http://wix.com/okkarisland/okkarisland/

Skjalið má finna þar vinstra meginn með Word skjals merki.

Ath. fullt af því sem ég nefni væri vel framkvæmanlegt. Annaðhvort beint eða með einhverjum breytingum og tilfærslum. Annað er kannski óraunhæft.

Guðni Karl Harðarson, 9.8.2010 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband