Framhald af Þjóðfundi: LAUSNIR

Ég var á mjög góðum, skemmtilegum og athyglisverðum fundi sem var óbeint haldinn í framhaldi af þjóðfundi.

Á þessum gagnlega Markþjálfunarfundi var komið inn á og rætt um þau gildi sem voru valin í efstu sætunum á þjóðfundi: HEIÐARLEIKI * VIRÐING * RÉTTLÆTI.

Á fundinum var komið inn á ýmiss atriði og þátttakendur fengu að tjá sig um sig perónulega, eins og langanir og drauma í lífinu. Einnig um hvernig þjóðfélagið tengist saman frá einstaklingnum yfir í eina heild.

Á fundinum fékk ég líka mjög gott ca. 25 mínútna viðtal við Markþjálfa. Þar fékk ég að tjá mig um mín persónulegu ástæður og langanir varðandi framtíðina. Þar sem mínar langarnir og væntingar snúast mikið um að fólkið í landinu fá að ákveða sér sína eigin framtíð án flokka þá snerist umræðan mín við Markþjálfann um þessi atriði.

Í viðtali mínu kom ég inn á þann eldmóð sem við almenningur verðum að setja í gang til að ná fram breytinum í þjóðfélaginu. Sem byrjar fyrst hjá einstaklingnum sjálfum og tengist síðan í samsvörun og nýja vakningu fyrir heildar þjóðfélagið.

Síðan í hópnum varð rætt um grunnhæfniskörfur og skilgreiningar á þeim. Þar var farið yfir 11. atriði eins og virka hugsun og Vitundarsköpun svo dæmi séu nefnd.

Síðan var farið í Grunnþætti í ferli gagnræðu þar sem var fjallað um 12. atriði um GAGNRÆÐUR (Dialogue). Eins og tildæmis: auðsýndu djúpa virðingu, vera opinskár, tala frá hjartanu, hlusta heils hugar, hægja á sér, fresta ályktunum og fullvissu. Og svo framvegis.

Því miður gat ég ekki klárað þennan skemmtilega og áhugaverða fund því ég átti að mæta til minnar vinnu. Fundurinn stó til kl. 16.00 en ég fór kl. 14.20. En ég verð að fá að sjá heildarútkomuna á mánudaginn og setja inn á bloggið mitt. 

Eg tók einnig myndir á fundinum og ég mun birta þær hér á bloggi mínu um leið og ég er búinn að vinna þær.

Nú þurfum við að vinna af eldmóð til að virkja fólk til smárra sem og tenginu þeirra í stærri breytingar. Á ég þá við að það þarf að virkja fólk til hugsunar og þátttöku í að setja í gang kraft og eldmóð til að breyta Íslandi svo að við getum eftir mikla vinnu litið bjartari augum til framtíðarinnar! Einhver vinna sem gott væri að sem flestur almenningur kæmi að!, jafn stór sem smá. Því að við öll erum jú þátttakendur í þjóðfélaginu og eigum jafnan rétt á að búa okkur öllum bjarta, réttláta og mannúðlega framtíð.

Ég verð að bæta því inn í þetta að mér finnst að stjórnvöld séu ekki að vinna með réttan grunn. Því þau ætla sér bara að ger sér sínar breytingar innan núverandi kerfis sem er stórgallað og mjög ósanngjarnt fyrir mikið af fólki. Þegar að byggja þarf upp þá byggir enginn á gömlum grunni heldur þarf að búa tíl nýjan, mannúðlegan og heildsteyptan grunn. Því nýtt hús er það sem verður að byggja þegar að það gamla hrundi.

 OG VIÐ ÖLL SÖMUL ERUM ÞÁTTTAKENDUR Í ÞEIM HEILDAR STÓRA GRUNNI SEM ÍSLAND ER!

ÞVÍ SEGI ÉG ÁFRAM ÍSLAND OG ALMENNINGUR Í ÞVÍ. VIRKJUM OKKUR TIL AÐ BÚA OKKUR OG BÖRNUM OKKAR RÉTTLÁTA FRAMTÍÐ!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband