Guðni Karl Harðarson

Sæl öll,

Hér er smá kynning um mig:

Fæðingardagur og staður:

Fæddur í Reykjavík 23 Júlí 1954. Fyrsta heimili að Hrísateig 37 (stutt). Kallaður Guðni af utanaðkomandi en Kalli af fjölskyldu.

Fjölskylda: 

Við vorum 5 í fátækri verkamannafjölskyldu. Ég á 2 systur á lífi. Önnur 1.5 árum yngri en ég og hin 5.3 mánuðum eldri. Báðar nú búsettar á höfuðborgarsvæðinu.

Heimili:

 Á uppvaxtarárunum bjó ég lengst af (tvisvar, fyrst um 9 til 11 ára og svo 12 til 14 ára) á annari hæð í tveggja hæða húsi sem var kallað hús Danska Pólitísins í Reykjavík. Hús þetta var staðsett á Hverfisgötu 23 þar sem nú hefur verið í nokkur ár svokallaður Lýðveldisgarður. Garður sem var gerður af tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins Íslands.  Þegar að ég var smádrengur bjó ég lengst af í vesturbænum eins og: vestast á Vesturgötu í verbúð (bragga), á Seltjarnarnesi og rétt hjá Jóni Loftsson húsinu. Þegar að ég var eldri bjó ég á Klapparstíg 18, Hverfisgötu, Bauganesi í Skerjafirði, Hverfisgötu (aftur), Lindargötu 43 og Þórsgötu 17.

Nám:

Kláraði 4 bekkinn gamla og hef síðan farið og klárað 1/2 af verslunarfræðum í öldungardeild fjölbrautarskóla. Þar með talið 3 stig í verslunarensku.

Síðan hef ég haldið enskunni við meðal annars með því að tala hana þegar að ég hef farið erlendis. Einnig á ég kringum 200 vísindaskáldsögur sem ég hef allar lesið og sumar oftar en einu sinni. Er sífellt í sjálf endurmenntun meðfram störfum. 

Annað:

Alls fjórum sinnum í aðgerð á vinstri fæti og alls um 41 vikur í gifsi.

Þegar að ég var 1 1/2 árs fékk ég mænuveiki. Skekktist vinstri fóturinn niður við utanverðan jarkann frá hæl fram að tám, stóra tá beint upp í loftið og var fóturinn um 4 cm. styttri frá hæl fram að tám.

Þegar að ég varð eldri (kominn yfir tvítugt) þurfti ég svo að fara í aðgerðir til að rétta af fótinn og setja staurlið. Á árunum 1980 til 1985 fór ég því 3 svar í aðgerðir á sama fót og þurfti að vera samtals 37 vikur í gifsi (12-12-13). Var þetta vegna þess að staurliður og sinklar náðu ekki að gróa nógu vel og settu skemmdir í beinflötinn við álag. Ég geng í sérsmíðuðum skóm sem gerir mér kleift að vinna. Svo einkennilega háttar til að án skóna væri ég fullkomlega ófær til vinnu og gengi vinstri fótinn mjög haltan.

Svo gerist það árið 2002 að ég féll niður úr stiga við vinnu og við það brotnaði fóturinn á sama stað svo til. Missti ég næstum því fótinn. Var honum tjaslað saman og nú var ég 4 vikur í gifsi.

Störf:

Fiskvinna, múrarahandlang, trésmíðahandlang, málaravinna, tollskýrslur verðútreikningar og önnur skrifstofustörf, lagerstörf, öryggisvarsla og húsvarsla.

Ég hef verið í yfir 27 störfum um ævina út um allt land.

Í fiskvinnu á öllum landsfjórðungum landsins. Í Keflavík þegar að ég var ungur, á Ólafsvík, á Flateyri, á Raufarhöfn og tvisvar á Höfn í Hornafirði.

Atvinnur:

Ég hef unnið við allskonar störf eins og tækja og vélastjórnandi, innflutning við meðferð pappíra eins og tollskýrslur og verðútreikninga, lagerstörf, jarðvegsvinnu, múrarahandlang (tld. Flugstöðin á Keflavikurflugvelli). Nánast hvaða starf sem hægt var að vinna án mjög mikilla krafna um lærdóm en miklu líkamlegu álagi.

Síðustu árin hef ég unnið mest við ýmis öryggisstörf.

Í störfum mínum hef ég kynnst fullt af fólki eins og ýmsum aðilum sem eru þekktir í þjóðfélaginu.

Frekar varðandi mig og áhugamál:

Ég er mjög sjálflærður. Þannig hef ég lært inn á hlutabréfamarkað í USA og tæknigreiningu á línuritum. Tók upp á því sjálfur einn og óstuddur í 6 ár. Einnig að lesa í efnahagsreikninga (enska) osfrv. Ég hef verið á netinu frá því áður en Internetið byrjaði. Ég hef áhugamál á öllu á milli himins og jarðar. Vísindum, trúmálum, pólitík, heimspeki og ótal fleiru.

Tómstundir:

Ljósmyndun, bridge, ferðalög, ganga, söngur, sund og skák svo fátt eitt sé nefnt.

Gáfur og geta:

Hef verið mældur og metinn að ég gæti unnið við hvaða starf sem er.

 

Nýtt inn,

Eiginleikar og hæfileikar: ég bara verð

Nokkurnveginn 95% jafnvígur á báðar hendur, handfljótur, fljótur að hugsa, mikla aðlögunarhæfileika, góða getu til úrlausna og mat á aðstæðum, mjög gott tóneyra, sönghæfileika með mjög vítt tónsvið, umhverfisvænn, tví-viðhorf (sjónarsvið) osfrv...... Það er mjög erfitt fyrir fólk að skilja hvað það er :-)

 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Guðni Karl Harðarson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband