Blóðflokkar.......

Þessa dagana fer fram umræða á alþingi íslendinga um hvort fórna eigi hinum vinnandi almenningi Ísland fyrir peningaöflum gamalla stórvelda.

Mjög sennilegt er að Samfylkingar yfirmenn hafi fengið viss mál á hreint áður en síðustu ríkisstjórn var fórnað og þessi sem nú er var mynduð. Þau mál eru: 1. munu Stórveldin og önnur ríki hjálpa íslendingum með lán og aðrar fyrirgreiðslur ef við borgum þetta Icesave? 2. mun nýrri ríkisstjórn verða tryggður stuðningur vegna umsóknar um aðild að ESB?

Össur og aðrir Samfylkingar forkólfar höfðu líklega þessi mál á hreinu áður en að þessi ríkisstjórn var mynduð. Öðruvísi myndu þau ekki treysta sér í nýja stjórn á þessum einna verstu tímum íslandssögunnar. Mestu skuldatímum.

Gallinn var sá að samstarfsflokkurinn var hafður að fífli og engum þar sagt frá fyrr en seint og síðar meir að nefnd voru öll atriði með hjálpina en síðara atriðinu sleppt að segja frá. En mjög líklegt að umsvifamikil greinagerð hafi borist forystumönnum Samfylkingar áður en að ríkisstjórn var mynduð.

Slík eru Hrossakaup stjórnmálamanna á Íslandi að meiru skiptir að flokkar og hagsmunir þeirra sem og tengsl inn í viðskiptalífið frekar en almenningur á Íslandi.

Því Hrossakaup og Blóðpeningar eru það og ekkert annað að ætla sér að fórna almenningi fyrir lánum til að rétta við skuldir þeirra fjárglæframanna, sem hinn almenni borgari tók lítið og eða engan þátt í að mynda. Og síðan þarf hinn almenni borgari að borga þessi lán með gýfurlegum álögum til framtíðarinnar.

Skuldum íslendinga á að fórna almenning með því að fá aðstoð erlendis frá í stað þess að almenningur á Íslandi fái tækifæri til að rétta við Ísland út úr þeim gífurlega vanda sem landið er í. Án Icesave og AGS lána sem og allra annara lána sem hægt væri að sleppa að taka.  Eða að bíða með að taka.

Því hugsunin á að vera sú að það á að treysta almenningi til að mynda hér aðstæður fyrir stóreflingar á verðmætasköpun út um allt land.

Að framkvæma þessa hluti svona sem þessi ríkisstjórn ætlar að gera er ekkert annað en blóðfórn og vanvirðing gagnvart vinnandi almenningi á Íslandi. Því ef Icesave verður samþykkt þá verður framtíðin svo erfið fyrir okkur að öll góð tækifæri hverfa út í buskann og við almenningur stöndum eftir með sama kerfið þar sem við þrufum að leita til stjórnvalda um smá sponsur til að leiðrétta kjör almennings.

Í stað þess að taka öll þessi lán ætti stefna stjórnvalda að sleppa því að taka þau eins og hægt er meðan að starfsemin á Íslandi er stórefld með stórauknum störfum út um allt land. Nota á frekar lán heldur en fólkið í landinu sem er hin raunverulega verðmætasköpun til framtíðarinnar!

 


mbl.is Vilja að Svavar verði kallaður fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband