Og hvenær á þetta svo að byrja? Eftir þrjú ár?

Auðvitað ætti að stofna til pólitískra hreinsana. Það þarf að hreinsa til í öllu þessu liði og það eins strax og hægt er. Ekki bara einkavini hans Kjartans heldur í öllum flokkum og alla hvort sem þeir eru á þingi eða úti í fjármálafóla-geiranum.

Guð hvað sjálfsstæðismenn eiga annars í tilvistarkreppu. Öllu heiðvirðu og réttsýnu fólki er farið að vera ljóst að frjálshyggjan og eistaklingshyggjan er í dauðateigjunum. Sem betur fer. Fyrir mér mætti senda allt þetta lið langt út í hafsauga og láta þau fara að vinna til alvöru fyrir sér á eins og tildæmis á Olíuborpalli. Kjartan virðist ekki vita hvað orðið heiðvirður merkir.

Hinsvegar mætti hreinsa til innan hennar eigin flokki og vasapólitíkusum þar eins og hvar annarsstaðar.

Þeir viðsjárverðu tímar sem Kjartan talar um eru að langmestu leiti komnir frá hans eigin flokki frá þeim tíma fyrir meira en 17 árum þegar að þetta allt var búið til. Þau ár sem í framtíðinni verða nefnd þau alverstu í sögu Íslands. Ég sé fyrir mér allar myndirnar í fundarsalnum í Landsbankanum verða skipt út og inn sett í staðinn myndir af alvöru fólki sem hefur streðað baki brotnu við sína vinnu meðan að þessi fól hafa lítið gert annað en að skemma fyrir Íslandi og troðið í sína vasa peningum skattborgarana, ásamt því að skammta sér biðlaunum fyrir hundruðir milljóna. 

Maður líttu í þinn eigin rann.......

Mér finnst þó stundum þessi loforð hennar Jóhönnu og Ríkisstjórnarinnar bera vott þess að gera allt eins og hægt er til að ná fram vinsældum hjá saklausu fólki úti í þjóðfélaginu.  Spurningin er þó ekki bara hreinsanir heldur að ná peningum sem þetta lið hefur sansað að sér til baka og skila út í þjóðfélagið. Hinsvegar veit Jóhanna sama og ekkert um hvernig væri hægt að framkvæma þessa hluti og hvernig. Það væru svo sannarlega til ýmsar leiðir og þær sem Jóhanna og hennar lið veit lítið um!

Allar hennar hugmyndir þurfa að fara í gegnum karp og þras inni á pöllum þingsala dögum saman þangað til að einhverjar ef þó einhverjar lausnir berast út í þjóðfélagið með til þess gerðum lagabálkum. Einhverntímann eftir marga mánuði. 

Að fylgjast með Alþingi þessa dagana er eins og að fylgjast með litlum börnum rífast um hver eigi nú allar föturnar og skóflurnar í sandkassanum. Þau eru í sandkassaleik.


 


mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Maðurinn er nefnilega alveg örugglega að fara að sjá á eftir eina lyklinum sínum að einhverjum spenum hjá ríkinu núna í dag, Dabba kóng. Og það er skammarlegt að sjá náungann vera að skammast út í hreinsanir, hreinsanir sem eiga rétt á sér ólíkt geðþóttarhreinsunum hans og vina sinna á tímum Davíðs konungs. Þá var ekki talað um siðleysi og ofsóknir, þá voru þetta nauðsynlegar breytingar.

Skaz, 6.2.2009 kl. 09:22

2 identicon

Sammála.  Thessi náungi er jafn bjánalegur med eda án slaufu.  Réttast vaeri ad slengja upp stálrimlum fyrir glugga valhallar.  Hraesnin thar á bae er óvidjafnanleg. 

"Stétt med stétt"  og "Verkalýdsnefnd sjálfstaedisflokksins"

Thessir forkólfar einkavaedingar sem segjast vera umhugad um samkeppni, keppast vid ad koma hver ödrum á ríkisspenan og í allar valdastödur ríkisins.  Their úthluta gjörsamlega sidleysislega og ad mínu mati algjörlega ólöglega sameigninlegri audlind landsmanna til útvaldra, sem sídan geta samkeppnislaust gert hvad sem their vilja med thann illafengna aud.  Ad their sem fengu kvóta skuli hafa verid heimilt ad selja hann til annara en ekki skila honum aftur til almennings thegar their haettu ad notfaera sér hann er ekki einungis SMÁNARBLETTUR Á SJÁLFSTAEDISFLOKKI OG FRAMSÓKNARFLOKKI...HELDUR Á HVERJUM ÍSLENDINGI MED EDLILEGA GREIND SEM KAUS THESSA FLOKKA.  Og nú thegar innganga Íslands í Evrópusambandid er hugsanleg leggja thessir delar áherslu á ad audlindin sé í tryggri vörslu íslendinga (sem er ad sjálfsögdu rétt) EN HVAR VAR SÚ ÁHERSLA THEGAR AUDLINDINNI VAR ÚTHLUTAD TIL ÚTVALDRA SEM GÁTU SÍDAN BRASKAD MED HANA AD VILD?.  Samkvaemt thví virdist thad vera svo ad í huga sjálfstaedismanna og framsóknarmanna ad 98% landsmanna teljist ekki til thjódarinnar, heldur eru nytsamir bjálfar sem their geta hagnast á.  Einungis their fáu sem hagnast á kvótakerfinu teljast til thjódarinnar í huga theirra.   Ég er ekki hissa á thví ad thessir flokkar hafi misst alla virdingu fyrir landsmönnum thar sem their fengu meirihluta kjósenda til thess ad greida theim atkvaedi sitt á medan their bókstaflega raendu thá. 

Konrád Azelsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 10:48

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eg skammast mín fyrir að hafa kosið Alþýðuflokkinn, Þjóðvaka og Samfylkinguna á sínum tíma. Misst virðingu? Já svo sannarlega! Burt með allt þetta lið. Því fyrr því betra!

Varðandi kvótakerfið þá get ég sagt þér að ég var að vinna á hinum ýmsu stöðum úti á landi í fiskvinnu og kannast því allvel hvað var í gangi! Tildæmis Flateyri. Hvernig bær er Flateyri orðinn núna? Já útvaldra! Hvað með frjálshyggju og einkavæðingamenn sem voru á þingi og notuðu sér aðstöðuna á meðan til að tryggja sér peninga í vasann. 

Þingmenn eiga ekki að vera að vasast í einkabusiness á meðan þeir starfa fyrir þjóðina inni á alþingi. Þeir eiga að starfa fyrir þjóðina en ekki sjálfa sig.........

Guðni Karl Harðarson, 6.2.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband