Áskorun

Þessi bloggfærsla er birt 5 sinnum á fréttir um Icesave og málum því tengdu eins og þjóðaratkvæðagreiðsluna. (færsla 5).

Áskorun á ríkisstjórn Íslands

Ég skora á ríkisstjórn Íslands að segja af sér ef almenningur á Íslandi neitar að samþykkja Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Með því að segja nei við Icesave er almenningur að gefa til kynna að það er þjóðin sem á að taka ákvarðanir um mjög mikilvæg málefni. Forseti Íslands hefur gefið almenningi á Íslandi það tækifæri sem ríkisstjórn neitaði þeim um þegar að frumvarpinu var neitað um þjóðaratkvæðagreiðslu á alþingi.

Með því að velja nei á atkvæðaseðli er því almenningur í raun að segja að þjóðin vilji hafa áhrif með gang stórra mála og fá að kjósa um þau. Því þjóðin fékk þá þjóðaratkvæðagreiðslu sem þingi og ríkisstjórn neitaði henni um! Þjóðin sýnir með því vilja sinn um hvað hún hefði gert. 

Ef almenningur samþykkir hinsvegar lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu þá er hún að segja að stjórnmálamenn og ríkisstjórnir eigi alfarið að ráða. Einmitt vegna þess að ríkisstjórn neitaði almenning þessar þjóðaratkvæðagreiðslu á alþingi.

Þetta er ófrávíkjanleg staðreind ef farið er í gegnum málin sem á undan eru gengin.

Því skal þjóðinni veitt sín tækifæri ef hún neitar Icesave lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því neitun segir í reynd að þjóðin hafi fengið valdið. Þjóðin er með neitun líka að segja að hún láti ekki alþingi og ríkisstjórn ganga yfir sig með ofurvaldi.

Ef þjóðin fær þetta vald þá er það stórkostlegur opnunarmöguleiki fyrir almenning að hafa mikil áhrif á gang mála í framtíðinni.  STÓRKOSTLEGT TÆKIFÆRI UM ÁFRAMHALD BÚSÁHALDABYLTINGARINNAR!

Ég skora á ríkisstjórn að segja af sér ef almenningur á Íslandi neitar þessum Icesave lögum. Þá skal almenningur hafa óskorðað vald um framhaldið!

 

Eftir því sem á undan hefur gengið síðan Búsáhaldabyltingar fólksins þá er þessi staða sem nú er komin upp sjálfstætt framhald og tækifæri fyrir almenning á Ísland að velja sjálft framtíð sína!

Möguleikar sem hægt væri að gera strax eftir neitun:

1. hefja strax viðræður við hagsmunasamtök heimilanna um stórbættar og raunverulegar leiðréttingar á hag heimilanna, eins og húsnæðislánamál.

2. að búa til byndiákvæði sem tryggja að fólk með lægri tekjur sé laust við þær álögur sem verið er að leggja á þjóðina varðandi ýmiskonar skatta og fleira. LAUNATRYGGING.

3. Moka flórinn sjálf því öðruvísi verður það ekki gert!

Og ýmislegt fleira..................

viðbót: til að byrja með gæti almenningur kosið sér utanþingsstjórn til valda og sú stjórn færi vandlega í gegnum þesi mál.


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband