Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gjá milli þings og þjóðar - þjóðin hefur valdið!

Ef þetta fer svona eins og allt lýtur út fyrir að gera, þá er alveg augljóst að almenningur er að segja algjört nei sem hafnaði þessu. þá á ég ekki bara við NEI við Icesave heldur líka NEI gegn ríkistjórninni sem og sjálfu alþingi því alþingi valdi jú 70% já við Icesave. Það á eftir ennþá betur að koma í ljós á næstu dögum að ríkistjórninni verður ekki stætt að halda áfram. Heldur ekki alþingi vegna þess sem þau kusu í öðru máli sem varðar þjóðina líka.

Það eru sérstaklega uppi tvö mál sem hafa komið upp sem varða framtíð Íslands! Nú á almenningur réttinn til að taka ákvarðanir um framtíðina! Við erum þegar búin að taka ákvarðanir þessar og ógilda bæði málin.

Örlögin eru ráðin! Þjóðin hefur valdið!

Það er ekki bara ríkistjórnin sem á að fara heldur alþingi líka! Í þeirri stöðu sem nú er að koma upp tekur Forsetinn yfir til að byrja með og skipar embættismenn þangað til að gerðar hafa verið tilskildar breytingar.

Nú þarf þjóðin að koma saman og ráða ráðum sínum!

Ég sting upp á almannaþingi í framhaldinu! 


mbl.is Yfir 58% hafna Icesave-lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag ákveðum við framtíð okkar!

Í mínum huga er þessi dagur uppgjör!

Í dag ákveðum við framtíð okkar sem íslendingar.  Með því að segja NEI sýnum við að það eru ekki stjórnvöld í þessu landi sem getur skipað almenningi að gera sem þeim líkar. .. Með því að segja NEI sýnum við að gamlir útbrunnir og nýjir óreyndir stjórnmálamenn geta ekki krafist þess með valdi sínu að við göngum gegn sannfæringu okkar!

Með því að segja NEI erum við að standa í krafti undir siðferði okkar. Og frá þeim krafti byggjum við upp nýtt Ísland.

Ath. að ef við segjum NEI þá munum við geta fyrir alvöru tekið á fjárglæframönnunum og dæmt þá. Við værum búin að setja fordæmi. Við værum líka að segja að í framtíðinni verði ekki hægt að krefjast svona hróplega ósanngjarna krafna.

Með því að segja NEI setjum við fordæmi út í alþjóðasamfélagið að almenningur eigi ekki að borga upp skuldir fjárglæframanna! 

 

Vonum að þessi dagur verði með jákvæðum hætti fyrir okkur til minnis fyrir framtíðina. Eitthvað til að ganga út frá!................

Með tilliti til þessarar færslu og dagsins í dag  ætla ég að loka á athugasemdir á hana.

Hversvegna? Ég legg til að við biðjum í hljóði fyrir framtíð Íslands.


mbl.is Mjög mikill kjörsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er gróflega misboðið

Að nota sér félagasamtök sem þeir eru í forsvari fyrir til að kúga almenning til hlýðni við sínar skoðanir er gróft brot á félagsmönnum.

Þetta er með öllu ólýðandi og  þessir menn eru algjörlega óhæfir til sinna starfa og ættu hreinlega að segja af sér!

Mér er gróflega misboðið 


mbl.is Gengur gegn lýðræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til stjórnlagaráðs

Það er á hreinu að þetta svokallaða "Stjórnlagaráð" hefur ekki umboð þjóðarinnar til að vinna nýja stjórnarskrá. Það var ríkistjórn og alþingi sem skipaði þetta stjórnlagaráð.

Til að öðlast umboð þjóðarinnar verða "stjórnlagaráðsfulltrúar" að leita beint  til þjóðarinnar eftir álit hennar. Og þá skipulega.

Síðan að þegar ný skel að stjórnarskrá er tilbúin þarf hún að fara beint til þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu og þjóðin fái að kjósa um hvern einasta kafla hennar. Að þeim grunni ættu stjórnlagaráðsfulltrúar að vinna frá.

Eitt í viðbót!

Til að það verði hægt að fara eftir stjórnarskrá í framtíðinni þarf að lögbinda hvern einasta kafla hennar þannig að það verði skilyrðislaust farið eftir henni! Þannig verði stjórnarskrá óbrjótanleg.

Í því skyni legg ég til að búin yrði til svokölluð sérstök "Lögbók" stjórnarskrárinnar þar sem allir kaflar hennar verði settir inn í lög.

 

 

 


mbl.is Stjórnlagaráð kemur saman 6. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskrifað blað!

Aldrei hefur verið neitt gert á svo veikum grunni. Sýnir hvað og hvernig alþingi vinnur.

Úr því sem komið er að alþingi setji lög sem standa gegn sjálfri stjórnarskránni þá þurfum við að skora á stórnlagaráðsfulltrúa til að leita sérstaklega sjálfir til almennings á Íslandi. Að þeir leitist eftir viðhorfi fólksins sjálfs sem er hvetjandi! Frekar en að almenningur aðeins leiti  til þeirra með hugmyndir sínar.

Með fyrrnefnda fyrirkomulaginu er hvatning að fá hugmyndir fólks. Með seinni leita aðeins þeir sem hafa einhvern sérstakan áhuga (búinn að vinna í málinu eins og ég tld. stjórnarskrárfélagar og fyrrum frambjóðendur sem náðu ekki kjöri) til stjórnlagaráðs með hugmyndir sínar.

Þjóðin sjálf Þarf að koma aðgerð stjórnarskrárinnar en ekki valdakrafa stjórnvalda hvað á að vera í henni. 

Með þannig undirbúna stjórnarskrá vildi ég fá að kjósa um í þjóðaratkvæðagreiðslu beint um.

Ég skora því á stjórnlagaráðið að leita til almennings á Íslandi skipulega og ná fram hugmyndir þeirra um hvað eigi að vera í nýrri stjórnarskrá!

Ég hef áður sagt að ég er á þeirri skoðun að þessi undirbúningur er glataður, byggður á lítilli þátttöku í kosningu + algjör mistök við framkvæmd kosninganna + alþingi gengur á skjön við úrskurð Hæstarréttar + ráðgefandi stjórnarskrá +++++.

 


mbl.is Stjórnlagaráð samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvöldið veit margt sem morguninn óraði ekki fyrir

Þetta eru mikil klókindi og mjög sniðugt að vera vel undirbúin fyrir komandi átök í þjóðfélaginu. Ekki er sjálfgefið að ríkistjórnin muni lifa af þau átök.

Þegar Atli var spurður hvort hann ætlaði að segja af sér þingmennsku svaraði hann neitandi og sagðist áfram myndi vinna að eigin sannfæringu og fyrir þá flokksfélaga í kjördæminu sem styðji hann.

Því miður er stutt eftir af þingmennsku hans hvort sem er. Spurningin ætti að frekar að vera: munt þú bjóða þig aftur fram þegar að ríkistjórnin hóstar sig frá?

Einnig: munu fleiri þingmenn VG fylgja á eftir? Eins og tildæmis Ásmundur Einar Daðason?


mbl.is Flokkurinn klofinn í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um nýja stjórnarskrá

Það er minn einlægur áhugi að þjóðin öll fái að koma að gerð nýrrar stjórnarskrár. Til þess er besta leiðin (úr því sem komið er) að þjóðin haldi fundi og komi með tillögur að nýrri stjórnarskrá, hver á sínum landsfjórðungi. Þannig verður best tryggt að allir hlutar landsins fái jafnt að koma að endurgerð stjórnarskrárinnar.

Það þarf að losa algjörlega vald stjórnmálamanna frá endurgerð stjórnarskrárinnar!

Áttum okkar á að þetta er sjálfsögð frumkrafa almennings eftir hrunið og algjör forsenda enduruppbyggingar á Íslandi!

Eftir að búið væri að safna tillögum í stjórnarskrá þá kýs hver landsfjórðungur sér sinn fulltrúa til að taka saman efnið og mæta síðan á fundi þeirra fulltrúa til að klára samantekt stjórnarskrárinnar. Og þaðan færi útkoman beint í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er mjög áríðandi fyrir framtíðina að þjóðin sjálf velji sér stjórnarskrána, án ráðgjafar frá stjórnvöldum og alþingi. Það þarf svo bara viljann til að klára verkið og fólkið í landinu fái að kjósa sér hvort að hún verður samþykkt eða ekki.

Þetta væri verk fyrir stjórnarskrárfélagið að koma að.


Með góðum kveðjum,
Guðni Karl Harðarson


Er þetta ekki einhver misskilningur?

Valtýr, sem lætur af embætti um mánaðamótin, sagði m.a. að forsætisráðherra hefði tekið virkan þátt í baráttunni gegn útrásarvíkingum og nánast ærst af fögnuði þegar fréttir berist af aðgerðum gegn þeim.

Í sjálfu sér má segja það sumt um forsætisráðherra að hún ætlar sér að ganga gegn dómi hæstaréttar og þar með mehöndlun á þrískiptingu valdsins í Stjórnarskránni.

En þó mál líka segja að hún sjálf og allt SF liðið eru einhverskonar útrásarvíkingar vegna ESB framgöngu þeirra og það að ætla sér að láta almenning á Íslandi borga upp skuldir fjárglæfra einkaaðila (útrásarvíkingar). 


mbl.is Gagnrýndi forsætisráðherra fyrir afskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áríðandi! Ég skora á stjórnlagaþingsfulltrúa!

Ég skora á þá kjörna stjórnlagaþingsfulltrúa að draga sig til baka út úr starfi til nýrrar stjórnarskrár og neita að taka við starfi í stjórnlagaráði ef það frumvarp verður að lögum.

Ég spyr: hvernig ætlar þú að starfa að því í stjórnarskrá að fara yfir hlutverk Hæstaréttar þegar að þú værir þátttakandi í því að fara ekki eftir úrskurði Hæstaréttar? Finnst þér réttlátt að þú eigir að vinna að hlutverki Hæstaréttar í stjórnarskrá, undir þessum kringustæðum?

Ég spyr: ert þú sem kjörinn stjórnlagaþingmaður tilbúinn að vinna með það á bakinu að það hafi verið gengið gegn úrskurði Hæstaréttar Íslands?

Ég spyr: ertu tilbúinn að vinna undir þessum kringustæðum með það í huga hvernig málið allt verður í huga almennings á Íslandi?

Ég spyr: ert þú viss um að ef ég sem hugsanlegur kjósandi þinn sé ennþá þér fylgjandi eftir allt það sem hefur gengið á? Meðal annars vegna spurningar 1!

Ég spyr: er það eitthvað vafamál í þínum huga að það eigi að fara að úrskurði Hæstaréttar?

 

 

 


mbl.is Skýrslan ekkert leyniplagg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er honum svo gjörsamlega sammála!

Þessi fyrsta persónukosning í Íslandssögunni mistókst algjörlega. Ástæðunar voru ýmsar, en ein af þeim var sú að ekki hafði verið gert ráð fyrir svona mörgum frambjóðendum. Svo var að mínu mati ein af stórástæðum fyrir fágæta lélegri þátttöku sú að landið var eitt kjördæmi.

Auðvitað ætti að kjósa aftur. En þá með allt öðrum formerkjum og eftir 1.5 ár eða svo. En slíkar kosningar þarf að undirbúa vel og vandlega. Þó ég hafi ekkert á móti þeim frambjóðendum sem náðu kjöri þá var það nú svo að hellst þekkt fólk í þjóðfélaginu sem náðu kosningu.

Varðandi sjálfan mig, þá er ég alls ekki viss um að endurtaka framboð mitt. En ástæðunar fyrir framboði mínu voru þær að: 1. athuga hvort ég gæti staðið í þessu 2. koma skoðunum mínum (sumar hverjar með þeim róttækustu) á framfæri  og 3. tjá mig aðeins opinberlega.

Það þarf að haga þessari kosningu allt öðruvísi. Fyrir það fyrsta þá þarf að skipta Íslandi niður í landsfjórðungasvæði + höfuðborgarsvæðið. Þannig væri tryggt að almenningur úti á landi næði líka kjöri. En því miður voru aðeins þrír utan höfuðborgarinnar sem náðu kjöri í kosningunni. 

Tökum dæmi í vesturl. vestfj. landsvæði.: hugsa mætti sér að fólk fari í einhverskonar persónuprófkjör í hverju þorpi til að draga saman þann fjölda sem býður sig fram. Síðan fengi fólk að kjósa sér af þeim sem næðu hæst í prófkjörinu, 4 í hverjum landsfjórðingi en 9 fulltrúa á höfuðborgarsvæðinu. Þá næðist þessir 25 einstaklingar sem yrðu þá næstu stjórnlagaþingsfulltrúar + vinna mætti sérstaklega úr uppbótar vegna kynjaskiptingu, fjölda karl og kven fulltrúa.

Ég tel að ein af aðal ástæðunum fyrir mjög lélegri þátttöku í kosningunni hafi verið sú að fólk hafði allt of lítið um að velja sér fulltrúa af þeim sem bjuggu á sínu eigin landsvæði. Því til stuðnings væri hægt að skoða kosningatölur hvernig þær skiptust á hverju kjördæmi fyrir sig. Eins og tildæmis suður: rúmlega 30% þátttaka í kosningunum.

Ég hef verið að tala við mikið af fólki, sem ég kannast við á mínum stóra vinnustað og langflestir eru mér sammála um að svona fyrirkomulag væri best og sanngjarnast. 


mbl.is Andvígir stjórnlagaráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband