Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mjög sérstakt

Ég hélt að hann Þór Saari væri stuðningsmaður aðildar að ESB. Með hliðsjón af því skil ég ekki hversvegna hann er að taka upp hanskann fyrir Jón. Nema að eitthvað fleira lyggi hér að baki eins og kannski þátttaka Hreyfingarinnar að nefndarsetu? Kannski mætti spyrja Þór að því hversvegna hann sé að þessu?

Eða kannski Þór hafi snúist í afstöðu sinni?

 


mbl.is Óboðlegt frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfum náð árangri

Höfum náð árangri í að setja þjófélagið í hræðilega stöðu þar sem heimili eftir heimili lenda í varanlegri skuldastöðu. Þar sem við tókum okkur til að bjarga þeim sem settu allt á hausinn. 

Höfum náð árangri í að fá almenning á móti okkur. 

Höfum náð árangri í að skuldir heimilanna hafa stóraukist og við höfum ekki staðið okkur í að vinna með fólki heldur farið eigin leiðir þar sem svör okkar hafa verið á þann veg,,,,að þetta sé ekki hægt því,,,,,,,,osfrv.

Höfum náð árangri í að færa þeim sem hafa peningavöldin, enn meiri völd á kosnað þeirra sem við hefðum átt að snúa okkur að í að hjálpa.

Höfum náð árangri í að svíkja þjóðina með þing þrýsingi í ESB aðlögunarferli.

Það sem okkur hefur þó ekki tekist er að gera alvöru í því að standa nú við þau þúsundir starfa sem lofuð voru í fyrra og eru aftur lofuð núna í okkar fögrunarpakka.

Það sem við höfum hvorki þor né dug til að endurskoða gjörsamlega fjármálakerfi Íslands, með það fyrir augum að snúa við blaðinu með nýju kerfi því það er svo mikil hætta á að við lendum í sömu stöðu og í byrjun kreppunnar og markaðir í Evrópu sem og annarsstaðar eru mjög áhættusamir. Þar sem augljóst er að áhrif erlendrar fjármálastefnu mun verða stórhættuleg Íslandi vegna falls markaða.

Því miður þurfum við að vera hrædd um enn aðra kreppu og hverja verjum við þá enn og aftur nema vini okkar góða í peningakerfinu.

Þar sem okkur hefur ekki tekist er að vinna fyrir alvöru með því fólki sem á í mestum vanda í þjóðfélaginu. 

Og svo mætti lengi telja..............


mbl.is Höfum náð árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsku besta Jóhanna

Farðu nú að hætta að ljúga að fólki. Farðu nú að hætta þessari endalausu tuggu sem enginn trúir. Farðu nú að segja sannleikann um ástandið.

Farðu nú að gera eitthvað fyrir alvöru fyrir almenning á Íslandi.

Dapurlegt......en ég er því miður alveg viss um að hún er alveg vanhæf til þess.


mbl.is 7 þúsund ný störf í augsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar hefur þessi maður fengið upplýsingarnar?

>Landið hafi endurheimt aðgengi sitt að alþjóðlegum fjármálamörkuðum og allt þetta hafi náðst án þess að þjóðfélagið hafi beðið skaða af.

Ha? Ég veit ekki betur en að allt logi hér um vegna þess að ekki hafi veið tekið fyrir alvöru á skuldavanda heimilanna. 

Ég veit ekki betur en að ótalmörg heimili séu í rúst vegna gjörsamlega ónýtt  fasteignakerfis. 

Ég veit ekki betur en að heimilin þurfi að borga himinnháar tölur fyrir íbúðir og verðtryggingu á lánum.

Svo mætti lengi telja.

>Árangurinn hafi fengist með því að fara óhefðbundnar leiðir, það er með afskriftum skulda, gjaldeyrishöftum og gengisfellingu. Leiðin hafi verið eins andstæð gullfætinum og hægt var og það hafi virkað.

Ha? Hverjir voru afskrifaðir nema þeir fjárglæframennirnir sem settu allt þjóðfélagið á hausinn og svo geta þeir í mörgum tilfellum haldið sama leiknum áfram.  

Nei! Almenningur sem varð fyrir barðinu var sko ekki láta ganga fyrir og svo himinn langt frá því að neitt sé fyrir alvöru búið að gera fyrir fólk sem lifir í fátækt, og er að missa heimilin sín.

Ég gæti lengi áfram talið. En mikið óttalegt bull er þetta í manninum. 

Þjóðfélagið er í algjörri spennu og allt logar nú útaf verðtryggingunni. Það má búast við að þúsundir manna mæti niður á Austurvöll þegar að alþingi byrjar. Bæði stutta þingið og síðan þegar að það byrjar í október.

Ég skil ekki þennan mann! Gerir þú það sem hér ratar inn á bloggið mitt?


mbl.is Krugman: Ísland gerði rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er komið nóg!!!!!

Það er kominn tími til að snúa sér fyrir alvöru í að rétta hag þeirra sem hafa orðið undir vegna kreppunnar. Það er sannarlega kominn tími til að snúa sér að því að gera Ísland byggilegt fólki. Að íslendingar geti eignast íbúð án þess að lenda í ævilöngum skuldum og skuldavanda. Það er kominn tími til að vinna fyrir alvöru að þessum málum.

En fyrsta verkið er að snúa sér að því að taka verðtrygginguna af. 

Síðan þarf fólk fyrir alvöru að koma saman til að finna leiðir sem hægt væri að fara til að snúa þróuninni við og takast fyrir alvöru á vandanum. Tildæmis mætti búa til sérstakan söfnunarsjóð þeirra sem vilja standa saman í því að eignast íbúð/ir á réttlátum kjörum.

En hvað hefur Ríkistjórnin gert?

Hún hefur meðal annars staðið helst í því að fara eftir kröfum AGS.

Hún hefur meðal annars staðið í því rétta bankana við svo þeir geti haldið áfram að lána gervipeninga til þeirra sem standa í vafasömum fjárfestingum og setja í gang vafasöm fyrirtæki eða rétta af vonlaus. Allt svo sami leikurinn geti staðið endalaust.

Í stað hefði ríkistjórnin átt að byrja sérstaklega að taka á þeim vanda sem snýr að heimilunum og skuldurum svo og þeim sem urðu undir í þjóðfélaginu, því það eru þeir sem eru hin raunverulega undirstaða þjóðfélagsins. Fólkið sem leggur launin sín inn í bankana. Fólkið sem bankarnir nýðast á.

Ég spyr hvað gerist ef fólk á einfaldlega ekki peninga til að það verði þessi aukna neysla sem stjórnvöld vilja ná fram. Hvað gerist við það að neysluhrap verður? 

Er kannski einmitt lausnin að við sem erum neysluþrælar tökum okkur saman og neitum að halda bullinu áfram, því það er einmitt það sem þau vilja. Kannski væru til fyrir okkur leiðir að gera annað við launin okkar, eins og tildæmis að standa saman í því að slá þeim saman á einhvern sérstakan reikning.

Í alvöru eru til ýmsar leiðir sem við getum notað við þrýsting á stjórnvöld til að ná fram réttlátri niðurstöðu.

En þið sem hér komið inn og lesið er velkomið að koma fram með hugmyndir um hvernig við getum náð fram þessum þrýstingi á stjórnvöld. Ef ekki hér inn, þá að minnsta kosti að hugsa það með ykkur.


mbl.is Spá hagvexti næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei!

Skoðið þetta:

Áfram Ísland!


mbl.is Ísland gangi í ESB árið 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Ísland!

Já Ísland er svo sannarlega einstakt land. Ég hef notið þess að ferðast undanfarin ár um náttúru Íslands til að njóta náttúrunnar og taka fullt af Ljósmyndum. 

Ég hef líka notið þess að starfa út um allt land og hef kynnst þannig fullt af góðu fólki. Ég hef enga trú á að það fólk vilji losa sig við kraft sinn og lifa í eymd og volæði. Í stað þess að efla saman anda og verk til góðra hluta og búa okkur til alvöru framtíð fyrir okkur að lifa í.

Ég treysti á það að við íslendingar munum reisa okkur út úr öllum vanda sjálf. Ég trúi á kraftinn í fólkinu til að gera góða hluti. Ég trúi á það að við getum alveg unnið saman að uppgangi Íslands án afskipta erlends afls í ruslflokki!

Upp með andann! Ekkert ESB kjaftæði. Búum okkur til okkar eigin framtíð sjálf!


mbl.is Ísland er að öllu leyti einstakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djúp en ekki nógu djúp?

Það er nokkuð til í þessu sem Lilja segir. Hinsvegar er alveg gjörsamlega ómögulegt að segja með nokkri vissu hvað gengur á í Baðherbergjum stjórnmálaflokkana. Það má tildæmis spyrja sig hvort orð formanns Sjálfstæðisflokksins hér fyrr í mánuðinum um að það þyrfti að taka til umræðu á alþingi að draga til baka og hætta viðræður um inngöngu hafi líka haft eitthvað að segja um úrsögn Guðmundar og co.? Meðfram því sem er sagt og öllu hinu sem ekki kemur fram.

En alltaf kemur betur og betur í ljós baktjaldamakkið hjá flokkunum, sem er endalaus farsi valdbaráttunnar á Íslandi. Það er bara spurningin hversu mikið þau hafi baðað sig áður en brot af öllu er borið út í fréttir fyrir almenning að sjá.

Aldrei að vita hvað er í gangi akkúrat núna þessa stundina.

Hvernig koma þau undirbúin til þingsetunnar? Vel böðuð?


mbl.is „Lengra er í kosningar en margur hélt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinsanir?

Meigum við eiga von á því að stuðningslið inngöngu í ESB muni klofna úr fleiri flokkum á næstunni og sameinist? Og þar með einangra sig enn frekar frá þjóðinni?

Það er spenna að myndast í íslenskum stjórnmálum á haustmánuðum. Fróðlegt verður að sjá hvað gerist þegar að þingið fer af stað.

 


mbl.is Guðmundur sagður á leið úr Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VÁ áhrifin

Nú þarf að fara að undirbúa Ísland undir nýja framtíð. Því fyrr sem við getum byrjað, því betra.

Nú þurfum við íslendingar að setja í gang ný tækifæri fyrir íbúana.  Stjórnvöld á Íslandi skulda fólkinu sem varð undir vegna ákvarðanatöku fjárglæframannana, réttinn til að ákvarða framtíð sína. 

Vá áhrifin

Við íslendingar þurfum að leitast eftir rosalegum áhrifum verka okkar. Eitthvað sem við getum séð og sagt VÁ við, þetta er rosalegt. Og við sem eigum verkin gætum þannig verið stolt að þeim. Fólk sem kemur og sér á að geta verið lissa. Stara á verkin af undrun og aðdáun.

Hægt væri að byrja smátt að leitast eftir að setja í gang svona Vá áhrif til nýjunga og síðan smátt og smátt auka og stækka umfangið.

En í VÁ áhrifum eru atriði sem snúa að heildinni, svo sem: samheldni, eftirvænting, kraftur, hvatning,  undursamlegt, aðdáunarvert. Einnig hófsemi, aðhald, nægjusemi og fleiri atriði.

Á Íslandi þarf að vera til sérstök hvatning fyrir íbúana að vinna saman að framgangi fjölskyldunnar og heildarinnar. Svona hvatning þarf ekki að snúast um að við eigum að græða sem mest. Heldur frekar að byggjast á því að allir sem taki þátt njóti góðs af framtaki sínu og þátttöku. Meðal annars með því að njóta verkana sem og að hafa sanngjarna afkomu af verkum sínum.

Ísland á fullt af tækifærum fyrir íbúana. Einmitt vegna smæðar landsins og náttúrulegrar getu landsins okkar. Við þurfum að finna leiðir fyrir okkur sjálf sem allir njóta jafnt góðs af þegar að verið er að setja í gang verkefni.

Við íslendingar þurfum að vinna saman að því að endurreisa Ísland með því að finna nýjar leiðir saman.

Við þurfum að taka sameiginlegan þátt í að finna þennan Vá áhrifaþátt í öllum okkar verkum. Gera eitthvað rosalega spennandi og skemmtilegt sem við höfum ekki gert áður. Eitthvað sem allir vilja taka þátt í. Við þurfum að sækjast eftir setja í gang ný verk með nýjum formerkjum. Við þurfum að sýna þolinmæði saman til að vinna að góðum verkum sem geta verið til eflingar mannlegs þjóðfélags. Þar sem við hinn almenni borgari getum jafnt notið góðs af.

Við þurfum að efla mannsandann til þeirra verka og vinna sameiginlega að framgangi Íslands.

Við þurfum að finna leiðir til þess að endurvekja framgang Sjávarþorpana. Koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Við þurfum að stórefla framgang gömlu þorpana með nýjum VÁ tækifærum. Við þurfum að setja í gang sérstaka tryggingu fyrir starfsfólk og íbúa Sjávarþorps fyrir því að halda eða/fá ný störf ef fyrirtækið á staðnum stendur illa. Finna leiðir til endurreisnar.

Það sama á við um Bændasamfélagið!

Við þurfum að setja í gang sérstaka tryggingu fyrir atvinnu þegar að fyrirtæki fara í gjaldþrot.

En er þetta allt hægt ef við göngum inn í ESB? Þegar að ég hugsa um þessi mál þá sé ég hvergi að manneskjan hafi þessi tækifæri til að búa sér til alvöru nýja framtíð með þessum Vá áhrifum. Tökum sem dæmi að ef við göngum inn þurfum við alltaf að vera fá leyfi til að gera hlutina. Og síðan alltaf að þurfa að standa í því að þurfa að hugsa um það hvort það sé nú í lagi fyrir ESB reglugerðum ef við ætlum að setja í gang eitthvað spennandi atriði. Við eigum ekki einu sinni að þurfa að hugsa um það hvort það sé í lagi erlendis frá  (leita í reglugerðir) ef við höfum áhuga að gera eitthvað.

Þessvegna, meðal svo margs annars, þarf að fara að ákveða að draga umsóknina um inngöngu í ESB til baka. Helst það strax.

Veltið því fyrir ykkur afhverju ég sé að skrifa um þessa þætti. Afherju ég sem hef unnið við nánast hvert einasta verkamanna starf sem hægt er að vinna við, út um allt land og það án þess að hafa náð sérstökum peningalegum ávinningi, heldur öfugt, hafi þennan sérstaka áhuga fyrir því að við íslendingar búum okkur sjálfir nýja VÁ framtíð án inngöngu í þetta títtnefnda samband.

Það er meðal annars vegna þess að VÁ tækifærin okkar eru í sjálfum okkur, saman!


mbl.is Vilja snúa við samrunaþróun ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband