Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 19. september 2011
xxxxxxxxxxxxx
Björn Valur gefur það út opinberlega á bloggsíðu sinni að hann hafi ekki notað orðið (sem ég nefni ekki hér) en segir það samt. Ef þið sjáið: yfirlýsing þessi er sem slík ekkert annað en endurtekning á orðinu opinberlega og dulinn óhróður. Því að ef að orðið sem hann nefndi á alþingi var óhróður um forsetann (sem það var) þá er það sami óhróður vegna þess að hann er að tala um það sem hann sagði á þingi.
Sem sagt, endurtekning.
Sjáið þetta hér fyrir neðan aftur á móti ef hann væri í raun maður til að biðjast afsökunar.
"Ég hefði ekki átt að nota þetta orð sem ég hafði um forsetann í ræðu minni á alþingi og var það ekki ætlað að niðurlægja neinn eða meiða".
Áttar Björn Valur sig ekki á þessu? Eða er þetta með ráðum gert? Er hann ekki maður til þess að byðjast afsökunar án þess að endurtaka orðið?
Ég Guðni Karl, tek það þó fram hér að þessi bloggfærsla mín er byggð á þessari frétt. Enda hef ég aldrei fara inn á bloggsíðu Björns Vals og mun líklega aldrei gera.
Þriðjudagur, 13. september 2011
Sem sagt
Algjörlega veruleikafirrtur.
Hugsið ykkur ef stjórnmálamenn á Íslandi gætu gengið um á meðal fólks og spjallað við það, svona venjulega. Og það án þess að verið sé að afla atkvæða í framboði til þingsins.
Já veltið því fyrir ykkur hvað þarf miklu að breyta til að stjórnmál geti orðið mannúðlegri og almennri.
Að sjálfur fjármálaráðherra Íslands skuli detta í hug að segja þessi orð við kjósendur sína er nú alveg með ólíkindum. Því hann í reynd er segja að kjósendur skipti engu máli. Hann áttar sig ekki á því. Ég velti því fyrir mér hversu margir kjósendur almennt hafi snúið baki við Steingrím og hans fólk. Sem og hversu neikvætt þetta verður fyrir hann þegar að hann ætlar að bjóða sig fram í næstu kosningum. Nema að þessi orð séu kannski leynd skilaboð um að hann ætli ekki að bjóða sig fram næst?
Ég tek það þó hér fram að gagnrýni mín snýst ekki um VG sem slíka, því sama staða hefði komið upp ef aðrir flokkar hefðu stjórnað landinu. Það er staðreind.
Lítið fylgi hefur ekki áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 8. september 2011
Já hvar er Jóhanna?
Já hvar er elsku Jóhanna
með jöfnuðargerð
kannski hún sé með honum Valla
að herja í Evrópuferð?
Hver er þessi Valli annars? Einhver í Samfylkingunni? (djók)
Hvar er Jóhanna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6. september 2011
Svo við höfum á hreinu
Þá þarf skuldastaða Íslands að vera innan við 60% - af vergri þjóðarframleiðslu til að getum tekið upp Evruna. Eins og sést hér úr Maastricht samningi fyrir neðan í lið 2. Government finance. En mér skilst að sú staða sé í kringum - 300% og held að ég fari þar rétt með. Það er sko himinn og haf þar á milli.
Reikna má að einhverjar svipaðar fjárhagskröfur yrðu gerðar til okkar ef við værum að spá í einhvern annan gjaldmiðil en Evruna.
Úr "Maastricht treaty"
1. Inflation rates: No more than 1.5 percentage points higher than the average of the three best performing (lowest inflation) member states of the EU.
- Annual government deficit:
- The ratio of the annual government deficit to gross domestic product (GDP) must not exceed 3% at the end of the preceding fiscal year. If not, it is at least required to reach a level close to 3%. Only exceptional and temporary excesses would be granted for exceptional cases.
- Government debt:
- The ratio of gross government debt to GDP must not exceed 60% at the end of the preceding fiscal year. Even if the target cannot be achieved due to the specific conditions, the ratio must have sufficiently diminished and must be approaching the reference value at a satisfactory pace. As of the end of 2010, only two EU member states, Poland and the Czech Republic, still meet this target.[citation needed]
3. Exchange rate: Applicant countries should have joined the exchange-rate mechanism (ERM II) under the European Monetary System (EMS) for two consecutive years and should not have devalued its currency during the period.
4. Long-term interest rates: The nominal long-term interest rate must not be more than 2 percentage points higher than in the three lowest inflation member states.
Þarf að vaða í verkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.9.2011 kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 6. september 2011
Favorites of Pan - ljóð
Hér er ljóð eftir Archibald Lampman
sem var dálítið kveikjan að bloggpistli mínum í gær.
FAVORITES OF PAN
Once, long ago, before the gods
Had left this earth, by stream and forest glade,
Where the first plough upturned the clinging sods,
Or the lost shepherd strayed,
Often to the tired listener's ear
There came at noonday or beneath the stars
A sound, he knew not whence, so sweet and clear,
That all his aches and scars
And every brooded bitterness,
Fallen asunder from his soul took flight,
Like mist or darkness yielding to the press
Of an unnamed delight,--
A sudden brightness of the heart,
A magic fire drawn down from Paradise,
That rent the cloud with golden gleam apart,--
And far before his eyes
The loveliness and calm of earth
Lay like a limitless dream remote and strange,
The joy, the strife, the triumph and the mirth,
And the enchanted change;
And so he followed the sweet sound,
Till faith had traversed her appointed span,
And murmured as he pressed the sacred ground:
"It is the note of Pan!"
Now though no more by marsh or stream
Or dewy forest sounds the secret reed--
For Pan is gone--Ah yet, the infinite dream
Still lives for them that heed.
In April, when the turning year
Regains its pensive youth, and a soft breath
And amorous influence over marsh and mere
Dissolves the grasp of death,
To them that are in love with life,
Wandering like children with untroubled eyes,
Far from the noise of cities and the strife,
Strange flute-like voices rise
At noon and in the quiet of the night
From every watery waste; and in that hour
The same strange spell, the same unnamed delight,
Enfolds them in its power.
An old-world joyousness supreme,
The warmth and glow of an immortal balm,
The mood-touch of the gods, the endless dream,
The high lethean calm.
They see, wide on the eternal way,
The services of earth, the life of man;
And, listening to the magic cry they say:
"It is the note of Pan!"
For, long ago, when the new strains
Of hostile hymns and conquering faiths grew keen,
And the old gods from their deserted fanes,
Fled silent and unseen,
So, too, the goat-foot Pan, not less
Sadly obedient to the mightier hand,
Cut him new reeds, and in a sore distress
Passed out from land to land;
And lingering by each haunt he knew,
Of fount or sinuous stream or grassy marge,
He set the syrinx to his lips, and blew
A note divinely large;
And all around him on the wet
Cool earth the frogs came up, and with a smile
He took them in his hairy hands, and set
His mouth to theirs awhile,
And blew into their velvet throats;
And ever from that hour the frogs repeat
The murmur of Pan's pipes, the notes,
And answers strange and sweet;
And they that hear them are renewed
By knowledge in some god-like touch conveyed,
Entering again into the eternal mood,
Wherein the world was made.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 5. september 2011
Sammála!
Ég er sammála henni. Meðal annars að þetta skemmir fyrir ef við íslendingar viljum sjálfir setju upp séríslenskt tækifæri. Síðan er þetta alveg rosalega stórt landsflæmi sem hann vill kaupa.
Vitið þið að það er svo sannarlega fyrir alvöru hægt að setja verk í gang ef viljinn er fyrir hendi.
Vil síðan nota tækifærið og benda á þessa bloggfærslu mína:
"Froskasjónir" - eru stjórnmálamenn hafnir yfir gagnrýni?
Sem er skrifað vegna viðtals á Rás 2 í Útvarpi í morgun um meinta óvægna gagnrýni á Jóhönnu.
Óforsvaranlegt að veita undanþágu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. september 2011
Mikið er þessi mynd geggjuð alveg + sérstök grein um stjórnmálalega gagnrýni
Ég vil nota tækifærið og vísa hér á bloggpistil minn:
"Froskasjónir" - eru stjórnmálamenn hafnir yfir gagnrýni?
Tilefnið er viðtal um meinta ómaklega gagnrýni á Jóhönnu í útvarpinu í morgun.
Ríkisstjórnarfundir teknir upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. september 2011
Froskasjónir - eru stjórnmálamenn hafnir yfir gagnrýni?
* Hugleiðingar um gagnrýni *
Hafið þið tekið eftir því hversu mikið við margir bloggarar notum orðið fyrstu persónu í bloggfærslum okkar? Þegar að ég var ung-unglingur var mér kennt að ef ég væri að skrifa eitthvað þá ætti að nota þriðju persónu. Jafnvel verður maður var við að fréttamenn noti fyrstu persónu í sínum skrifum.
En hversvegna nota ég oft fyrstu persónu? Það er hlýtur að vera í tengslum við það að ég er óánægður með eitthvað. Í tengslum við gagnrýni mína. Það eru síðan svo margar spurningar sem koma upp í hugann varðandi þetta. Eins og tildæmis þessar;
fer ég offari í gagnrýni minni?
er ég óvæginn?
á gagnrýni mín rétt á sér?
hversvegna er ég oft neikvæður?
er ég með stólpakjaft?
nota ég ljótt orðbragð?
beinist gagnrýni mín oft að einhverri sérstakri persónu?
tengist gagnrýni mín oft á málefnum sem ganga úti í þjóðfélaginu?
* Mannleg reisn *
Ég hlýt sem hugsandi maður að velta því fyrir mér hversvegna bloggfærslur mínar snúast mikið um gagnrýni á stjórnmálamenn og þjóðmálin. Hvort hún eigi rétt á sér?
Það er nú svo á undanförnum árum, eða hart nær undantekningalaust koma forsætisráðherrar og aðrir ráðherrar í ríkistjórn, með lofræður um hvað þau hafi nú gert allt rétt og hversu allt sé nú gott sem þeir hafa gert. Og virðist þá alveg sama hvernig gengið hefur. Það fer svo lítið fyrir hinu sem hefur mistekist því þeir eiga að vera einhverskonar Guðir í augum almennings. Þannig hefur það tíðkast að stjórnmálamenn á Íslandi hafa yfirleitt upphafið sjálfa sig í hástert og látið í skýna eigið ágæti. Hinsvegar er miklu síður vart við að þeir nefni eigin mistök að eigin frumkvæði. Heldur frekar viðurkennt þau einstaka sinnum með semingi þó ef gengið er á þá með sönnunum.
Nú velti ég því fyrir mér hvort að blogg mitt snúist nær eingöngu um gagnrýni á þessa stjórnmálamenn? Og hvort ég sé þessi neikvæði kaldhæðni fáviti sem sér ljótt við allt sem er gert. Sama hversu gott "eða vont?" það er. Eða getur það verið að ég sé kannski að koma skoðunum mínum á framfæri? Eða geta fávitar beitt fyrir sér kaldhæðni?
Hversvegna er ég þá í bjeskotunum að gagnrýna Jóhönnu og ríkistjórnina? Það hlýtur að vera í eðlana hljóðan að ég sé mikið óánægður með verk þeirra. Kannski er það nú svo að maður eins og ég í lægri stéttar launaflokki hafi það nú ekki svo gott eins og Jóhanna og co. vill vera láta. Eins og staða svo margra annara í þjóðfélaginu er. Þó margir hafi það eflaust verr en ég, eins og ég hef orðið svo ótvírætt var við í tengslum við afskipti mín af þjóðmálum og pólitík og samtölum við hina og þessa sem ég hitti tildæmis á vinnustað mínum.
Ég skil því ekki þetta lofræðufólk sem oft hvergi getur séð hvernig raunverulegt ástandið er í þjóðfélaginu. Mér finnst oft það vera úr tengslum við raunveruleikann.
Það er nú einu sinni svo að ég sem gagnrýni mikið verk þessar ríkistjórnar, tel mig alveg hafa fulla ástæðu til þess. Kannski spilar líka lífsreynsla sjálfs míns þar inn í, þó ég sé sem sjálfur enginn Engill hafi gert mín mistök eins og sjálfsagt flest annað fólk. Ég er jú bara mannlegur.
Það eru í mínum huga ótal verk sem þessi ríkistjórn hefur mistekist að gera. Gæti ég nefnt þar ótal atriði og fæ hvergi séð að sú gagnrýni mín sé á neinn hátt ómakleg. Ég hef nokkuð mikið nefnt það í bloggfærslum mínum. Eins og tildæmis með öfuga forgangsröðun ríkistjórnarinnar og hvernig staða heimilanna er. Bæði gagnvart íbúðareigendum og skuldastöðu. Sem og þetta sífellda tal um mörg þúsund störf sem maður verður svo ekki var við. Síðan verður maður oft var við sannar tölur sem berast um ástandið og eru þvert á við lofræðutugguna. Eins og tildæmis um fleiri fjölskyldur sem lenda í gjaldþrota málum.
Í alvöru talað þá hef ég þá staðföstu skoðun að Jóhanna hafi gleymt því fólki sem hefur það ekki svo gott í þjóðfélaginu. Hún er alls ekki þessi kona sem ég hélt einu sinni að hún væri. Hún og ríkistjórnin beinir sjónum sínum á að bjarga þeim sem eiga enga björgun skilið. Og hafa þau verk yfirleitt gengið fyrir.
* Froskasjónir *
Ég held að fólk sem vinnur við stjórnmál þurfi dálítið að geta litið í eigin barm. Þeir mættu alveg geta komið að fyrra bragði og sagt að það hafi gert eitthvað ekki rétt og sýna vilja til að vinna með fólki til að leiðrétta mistök sín. Það þarf ekki að vera svo að viðurkenning mistaka sé eingöngu vegna þess að það sé gengið á það.
Augu okkar almennings á stjórnmálamenn eru mjög oft mjög gagnrýnin á verk þeirra. Og það er mjög oft vegna þess að verk þeirra eru ekki eins og þau sjá það sjálf. Í lang flestum tilfellum á þessi gagnrýni rétt á sér. Sérstaklega vegna þess hvernig fólk í mið og lægri stöðum hefur það. Þó innan um sé fólk sem gagnrýnir stundum eingöngu vegna þess að það er á móti ríkistjórn og persónum þess, eingöngu vegna þess að stjórmálaskoðanir þess passa ekki saman við þeirra eigin. Að því leiti má kannski segja að sú gagnrýni sé stundum ómakleg.
Varðandi mína gagnrýni þá skal það segja að ég tilheyri ekki neinum flokki eða stefnuflokks. Og er því alveg laus við að gagnrýna vegna vinstri-mið eða hægri stefnuskoðana.
Jóhanna er því enginn Engill í mínum augum, né Prinsessa á álögum. Og ég mun því ekki koma til að kissa hana vegna þess mér líkar svo vel við það sem hún gerir. Þó hún kannski haldi að hún sé þessi Prinsessa hafin yfir alla gagnrýni og hafi þessa "Froskasýn"
Er orðið "Froskasjónir" kannski nýyrði?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.9.2011 kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 3. september 2011
Rosalegar tölur
Þetta eru rosalegar tölur. Ég velti því líka fyrir mér hvort í þeim fyrirtækjum (þá stærri helst) sem hafa fengið afskrifaðar hafa verið einstaklingar sem voru að væla hvað mest yfir eigin fjárhagslegar stöður. Helgast það líka til að hve miklu leiti stofnfé fyrirtækis hafi verið eigið fé á höfuðstól eða nær eingöngu lánsfé. Og bendi á það atriði í tengslum við það að bankar voru að lána í mjög mörgum tilfellum í algjörar bullfjárfestingar í vita vonlausum fyrirtækjum.
>en til samanburðar var þjóðarframleiðsla um 1.500 milljarðar 2009.
>Mismunur á eignum og skuldum er eigið fé sem rýrnaði þar af leiðandi um 1.569 milljarða. Það lítur út fyrir að samanlagt eigið fé félaga hafi verið neikvætt um 1.517 milljarða í árslok 2009.
Ha? eigið fé félaga neikvæðara um 17 milljarða gagnvart þjóðarframleiðslu.
Annars eru þetta tölur sem þarf að gefa sér tíma betur til að skoða.
Afskrifuðu þúsundir milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 3. september 2011
ROAR on BBC World: raunverulegur kostnaður við björgun Bandarísku bankana
Hér er ágæt og áhugaverð grein um raunverulegan kostnað við að bjarga Bandarísku bönkunum.
Skoðið tildæmis þetta sem er neðarlega í greininni:
"Instead, the astronomical cost of saving the bankers was only met by borrowing and creating out of thin air a similarly astronomical amount of money. The question, of course, is who will pay for those loans? The answer is simple: none other than the average hard-working American. As the rich keep benefiting from the extension of the Bush tax cuts and banks like Goldman Sachs continue to pay the absurdly low corporate tax rate of 1 percent, its the lower and middle classes that are being robbed of their livelihoods, not in a year and a half, but stretched out over the decades to come. Its Robin Hood in reverse and slow motion."
Hér er linkurinn á greinina:
The true cost of the US bank bailouts
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)