Var verið að flýta sér?

Þau geta sótt um eins og þau vilja en íslenska þjóðin mun afþakka það sem í boði er! Þjóðerniskennd íslendinga er alltof sterk til að nokkurn tímann geti orðið af þessu!

Ég er íslendingur og sem slíkur vil ég að við íslendingar framkvæmum hlutina sjálfir án utanaðkomandi aðila.

Ég mun berjast gegn þessu af fullum krafti og óska eftir góðu fólki að vinna saman til að koma í veg fyrir að þetta geti nokkurn tímann orðið!

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB!

 


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Það sem ég skil ekki er eftirfarandi: Þarf svona lagað ekki að fá staðfestingu forseta síðan að birta það í stjórnartíðindum fyrst til þess að þessi gjörningur sé löglegur ?

Sævar Einarsson, 18.7.2009 kl. 00:41

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll Sævarinn og þakka þér fyrir innlitið. Ekki er ég alveg nákvæmlega lögfróður um þetta mál en hvet þig þó ekki sé ég framsóknarmaður, heldur algjörlega utanflokka, til að prufa að senda Vigdísi Hauksdóttur lögfræðingi og þingmanni framsóknar netpóst um þetta.

Mér skilst þó að þetta sé aðeins samþykkt þingsályktunartillaga og ekki lög frá alþingi sem slík. Fari því ekki til forseta. En líklega þó verður þetta birt í stjórnartíðindum. Varla getur stjórnin gengið þvert á við forseta? Því hlítur það að hafa allt verið löglegt eftir allan þennan þinggjörning að senda inn aðildarumsóknina eftir samþykktina á þingi.

Málinu er ekki lokið sem lög.

Síðan þegar að þetta kemur til baka hingað til lands verða búin til lögin og þjóðaratkvæðagreiðsla í kringum þetta allt saman. Þannig verður stjórnarskránni breytt (með miklum rifrildum á þingi hvernig það verði gert) til að þjóðin fái að kjósa um málið. En það er ekkert til í stjórnarskránni um svona mál. Það er ekki einu sinni nefnt (eða til)í stjórnarskránni að það mætti fara í svona viðræður. Því var talið að það þyrfti að breyta henni áður. En SF telur að hún geti gengið gegn því að þetta sé ekki nefnt í stjórnarskránni. Ég hélt að það ætti ekkert að vera neitt vafamál að ríkisstjórn ætti að fara eftir stjórnarskránni. Því hefði átt að setja inn í hana leyfið fyrir að sækja um. Annað er einfaldlega ólýðræðislegt og algjör yfirgangur.

*En það síðan að útkoman úr þjóðaratkvæðagreiðslu verði ráðgjefandi er enn einn glæpurinn gegn þjóðinni og óvirðing við hana. Þannig er henni ekki treyst fyrir að segja sitt álit á þessu máli. Þannig mun stjórnin geta gengið gegn fólkinu vegna þess að munurinn í atkvæðagreiðslunni væri svo lítill. Bara að möguleikinn sé fyrir hendi er ólýðræðislegur!

Lýtum á eftirfarandi atriði:

þjóðin segir nei og atkvæðagreiðsla færi einhvernveginn svona: 50,2 nei gegn 49,8 já við inngöngu.

Stjórnin telji að það sé svo lítill munur þá muni hún finna aðra leið til þess að komast samt sem áður inn. En það verða alltaf að vera lög frá alþingi og sem slík að fara til forseta að samþykkja. En hvað gerist þá? Mun forseti samþykkja slíkan gjörning? Eða gefur hann þjóðinni annan kost?

Guðni Karl Harðarson, 18.7.2009 kl. 12:01

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hraðinn frá því að Alþingi samþykkti umsóknina þar til bréfið var lagt inn í Brussel, er í teiknimyndarstíl....
-sendillinn hefur hreinlega hlaupið frá Stjórnarráðinu út í flugvél í Keflavík,
-lent í Brussel (sleppum millilendingum)
-hlaupið framhjá farangursafgreiðslunni á flugvellinum
-hlaupið út í leigubíl
-hlapið upp tröppurnar að skrifstofunni
-og rétt náð til símastúlkunnar (þær eru tæplega fleiri en ein) í skrifstofu ESB fyrir lokun
-rétt náð að þrýsta umslaginu í hendurnar á henni þegar hún var að standa upp til að fara heim....stúlkugreyið hefur vafalaust brosað vandræðalega framan í lafmóðan sendilinn.....

Haraldur Baldursson, 19.7.2009 kl. 13:22

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér fyrir innlitið Haraldur

He, he, ég sem á að vera að vinna en er hér í vinnutölvunni á bloggunum að skemmta mér . Ég sé þetta fyrir mér.

Guðni Karl Harðarson, 19.7.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband