Frábært!!!!!!!!!!!!!

Nú þurfum við sem segjum nei að koma og vinna saman og undirbúa okkur svipað og fyrir venjulegar kosningar!

Koma svo! Stöndum saman almenningur á Íslandi.

 

Segjum algjört NEI við Icesave-samningum í þjóðaratkvæðagreiðslunni!

 

 


mbl.is Forsetinn staðfestir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Til Hamingju Íslendingar !

Þökk sé forseta vorum fyrir að skilja púls þjóðarinnar.

Birgir Örn Guðjónsson, 20.2.2011 kl. 15:17

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já svo sannarlega til hamingju!

Guðni Karl Harðarson, 20.2.2011 kl. 15:21

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Þökk sé honum,réttlætið sigrar, vinnum þjóð okkar allt.

Helga Kristjánsdóttir, 20.2.2011 kl. 15:24

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já! Þökk sé honum. Hann stendur að sannfæringu sinni.

Okkar þjóð mun sigra í þessu máli. Ég treysti almenningi á Íslandi til að segja NEI við Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu!

Til hamingju Ísland!

Guðni Karl Harðarson, 20.2.2011 kl. 15:28

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég bauð mig fram í kosningu til stjórnlagaþingsins með kjörorðinu:

"Lögin til fólksins!"

Ég treysti því og trúi að þjóðin fái að hafa meira og meira að segja um mikilvæg mál eins og þessa! 

Við munum fá að hafa aukin áhrif með þjóðaratkvæðagreiðslum í framtíðinni.

Guðni Karl Harðarson, 20.2.2011 kl. 15:47

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Frábært hjá forseta vor! 

En það var ótrúlegt að horfa á liðið sem var á fréttamannafundinum, það var svo fúllt yfir því að forsetinn var að styrkja lýðræði þessarar þjóðar, alveg með ólíkindum.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 20.2.2011 kl. 15:53

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Í dag sigraði lýðræðið alræði.
Forseti vor er sverð okkar og skjöldur.
Til Hamingju Íslendingar

Rauða Ljónið, 20.2.2011 kl. 15:53

8 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Til Hamingju allir :)

Mikið naut ég þess alveg niður í iljar að sjá ÓRG jarða Ómar Valdimars. og co. hann hreinlega hraunaði yfir þá !!!

Anna Grétarsdóttir, 20.2.2011 kl. 16:29

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já Halldór, sérstaklega einhver Jóhann eða var það ekki? Ég mátti ekki vera að því mikið að fylgjast með því ég er í vinnunni. Sá því aðeins brot af fréttamannafundinum.

Guðni Karl Harðarson, 20.2.2011 kl. 17:12

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Rauða Ljón. Í dag sigraði lýðræði þingræðið og ofurvaldið sem hefur vofað yfir þjóðinni.

Já! Forseti vor Hr. Ólafur Ragnar Grímsson hafi sannarlega þakkir fyrir að gefa lýðræðinu réttlátt tækifæri!

Guðni Karl Harðarson, 20.2.2011 kl. 17:15

11 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já til hamingju allir!

Mér fannst Forseti vor koma vel fyrir og rökstyðja ákvörðun sína af festu og öryggi!

Guðni Karl Harðarson, 20.2.2011 kl. 17:17

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Common sense er ekki öllum gefið. Neí við Icesave, til að koma í veg fyrir að vitlaust verði afskrifað næst. Samanber 110% veðsetning og 5 % raunvextir sem þýðir ekkert lánshæfi samkvæmt skilgreiningu. Matsfyrirtæki selja sitt mat, en stuðla ekki að brunaútsölum og vita vel að alvöru fjárfestar byggja sitt mat á mörgum þáttum.  Mats fyrirtæki þjóna ekki bara Íslensku stjórnsýslunni.

Bullið sem Íslendingum er ætlað að meðtaka er ótrúlegt.

Júlíus Björnsson, 21.2.2011 kl. 04:16

13 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Common sense er að almenningur skrifi ekki undir skuldaviðurkenningu á því sem við skuldum ekki.

Já, bullið er algjört. Ég hef aldrei botnað í því hversvegna ríkistjórnin hafi farið út í þessa samninga um Icesave. Enda voru þetta reikningar sem töpuðust við fall bankans og hann á aldrei að hafa tryggingu frá almenningi því þeir áttu (? gerðu þeir það ekki?) að borga tryggingar í sérstaka sjóði erlendis. Ef það var ekki gert þá verða Bretar og Hollendingar að sækja málið á hendur bankanum (í einkaeigu) en ekki íslensku þjóðinni.

Það er búið að skrifa svo mikið um þetta mál allt fram og til baka. Meira að segja hefur verið sagt að þeir hafi borgað sínar tryggingar eftir allt og líka að þeir hafi ekki gert það. Nú ef þessar þjóðir ná ekki inn peningum þá verða þeir bara að sætta sig við að þetta séu tapaði fjármunir. 

Alltaf stendur að íslenskur almenningur á ALDREI að borga þetta. 

Guðni Karl Harðarson, 21.2.2011 kl. 12:31

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Alltaf stendur að íslenskur almenningur á ALDREI að borga þetta.

Einmitt.

Mér finnst samt sem áður að þetta sé hluti í stærri samhengi, að tryggja sig í innri keppni EU Evrópsku Sameiningarinnar til framtíðar jafnvel óháð því hvort Íslandi er inni eða ekki. Brjóta niður efnahaglegar varnir þess ekki aðal skuldnautum, og beita svipuðum aðferðum og hér er gagnvart var fyrirferandi lántökum nú skuldaþrælum. 

Hliðstætt er að gera í mörgum veikari Meðlima-Ríkjum  EU, að þau eru að breytast í [skulda] þrælabúðir með undir forsjá stjórnmálegra vélmenna[strengjabrúða]. 

Hagur Risana og Menningar arfleið Risanna er í samræmi við þetta sjónarhorn.

Einnig bendir allt til að gert hafi verið ráð fyrir þessar leikfléttu: koma kúguninni úr farvegi tilskipunar 94, þar sem hvert Ríki ber fulla ábyrgð á sínum velli, fyrir í einhverjar hugmyndafræði um samtryggingu allra launþega innanna EU, allir vita að neytendur EU búa allir við sitthvora neytendakörfu og velferðarkerfi.  Troða EFTA inn til að láta það samþykkja kúgunina er í samræmi.

Besta stjórnsýslu vörnin í þessu efana hagstríði er að krefjast EU gerðadómstóls þar sem dómarar tengjast ekki Íslandi, Bretlandi eða Hollandi hollustuböndum.  Ég teysti Frönskum dómurum best og Austurískum eða Þýskum.

Strategie, tactic, respect, disipline: er m.a. það sem gildir hjá ráðandi yfirstétti í flestum sterku ríkjum heimsins í Alþjóðviðskiptum. 30 ár plön tryggja best til að fela fyrir sauðunum plottið.  Hinsvegar má alltaf skoða hlutina 30 ár aftur á baki í samhengi. Sá veldur sem heldur. Ísland er komið langt aftur úr Dönum hvað varða ráðstöfunatekjur í samburði. 3,0% hagvöxtur gerir í besta falli kleyft að viðhalda lágkúrunni hér, þetta er grunn hagvöxtur í öllum bólguríkjum til samburðar, hinsvegar við 3,0 % raunhagvöxt  í 10 ár til að vinna okkur upp aftur.

Raunhagvöxtur : Verðbólga [- afskriftir] + [veð*/] Eingabólga [- afskriftir] -/+ viðskiptajöfnuður [sem er alltaf ágreiningsefni].

Júlíus Björnsson, 21.2.2011 kl. 13:18

15 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Besta stjórnsýslu vörnin í þessu efana hagstríði er að krefjast EU gerðadómstóls þar sem dómarar tengjast ekki Íslandi, Bretlandi eða Hollandi hollustuböndum.  Ég teysti Frönskum dómurum best og Austurískum eða Þýskum.

Júlíus, afhverju viltu gerðardóms frá EU? Afhverju ekki láta Breta og Hollendinga kæra ef þeir þora?

Ertu kannski að segja að almenningur á Íslandi eigi að taka sig saman og kæra? Ef sú yrði lausnin þá mætti kannski nota alþjóðadómstólinn?

Allavega finnst mér að þetta komi EU ekkert við og ef Bretar og Hollendingar ætla sér að kæra þá yrði sú kæra að fara í gegnum alþjóðadómstól. 

Þessi hótun sem borist hefur út í þjóðfélagið um að það sé ekkert víst að við myndum vinna málið fyrir dómstólum er ekkert annað en hræðsluáróður. Látum Breta og Hollendinga kæra. Ég stórefast hinsvegar um að þeir muni gera það.

Guðni Karl Harðarson, 21.2.2011 kl. 19:03

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bretar kæra fyir dómstól, þá mótmælum við að hann sé vanhæfur ef hann ekki Íslenskur,  þá mótmæla UK og Hollendingar því hann sé Íslenskur, sátt verðum hlutlausan dómsstól. Þetta eru eðlileg Milliríkjaviðskipti. Vandamálið hér er að UK og Hollendingar gætu fallist á Íslenskan dómsstól eða EFTA  dómstól.  Þetta er spurning um þjóðhollustu sem margir Íslendingar telja þjóðrembu. Þeim er nefnilega ekki teystandi og eru út um allt í kerfinu.

EFTA er plan C.    

Júlíus Björnsson, 21.2.2011 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband