Bullari!

Í hvernig heimi lifir þessi maður eiginlega?

Össur sagðist vera sannfærður um að ef Ísland hefði gengið í ESB fyrir fimm árum síðan hefði efnahagslíf Íslendinga ekki hrunið með þeim skelfilegu afleiðingum sem það hefði haft fyrir þjóðina.

Þá er hann að segja að:

1. bankakerfið hefði ekki hrunið

2. enginn útrásarvíkingur

3. engin spilling í embættismannakerfinu

4. engin rannsóknaskýrsla

5. allir hefðu það svo gott, jafnvel verkamennirnir

6. enginn stórskuldari hjá bönkunum

7. engin verðtrygging

8. engar verðhækkanir 

Við getum haldið áfram lengi að telja!

Er maðurinn hálfviti?

Við skulum átta okkur á því það hefur gengið svo mikið á í þjóðfélaginu undanfarin tvö ár að allt þetta hefði gerst hvort sem við værum í ESB eða ekki.

Síðan veit ég ekki betur en að ríki innan ESB hafa lent í kreppunni eins og við, þar sem heilu hóparnir af stórfyrirtækjunum hafa farið á hausinn og stórlaxar orðið gjaldþrota. Hverjum ætlar þessi kall að kenna um það? Veru viðkomandi þjóða sem þetta gerðist, inni í ESB?

Síðan að þó margt mjög slæmt sé hægt að segja um fjármálakreppuna þá er hún ekki með öllu vond að því leiti að fólk fór að átta sig á öllum blekkingunum sem gengu í þjóðfélaginu og vakna upp af vondum draumum. Átta sig á að sem var sagt við það um góðæri var lygi og blekkingar gert til að vissir einstaklingar gætu haldið áfram. Fólki var eins og við vitum haldið í skuldaánauð.

Það sem er gott við kreppuna er að við eigum að læra af henni og passa upp á að aldrei komi svona fyrir aftur! Finna fyrir alvöru nýjar leiðir til stjórnunar á Íslandi.

 Það er með ólíkindum að þjóðin hafi valið sér svona utanríkisráðherra.

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB!


mbl.is Umræðan byggist á staðreyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

>Það þarf ekki að fara lengra en til Írlands,þar sem allt er í kaldakoli og samt eru þeir í ESB og með evru. Össur greyið er bjáni það er dagljóst orðið.

Þórarinn Baldursson, 30.7.2010 kl. 03:26

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll Þórarinn. Fyrirgefðu seint svar frá mér en ég var úti á landi um ferðahelgina.

Já ég er fyrir löngu búinn að komast að því hvað þessi maður er! Við þurfum að losa okkur sem fyrst við þetta lið. Draga umsókina til baka á þingi og síðan losna við stjórnina. Fyrr getur Ísland ekki hafið neina endurreisn af viti!

Guðni Karl Harðarson, 3.8.2010 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband