Hreinsanir eða ekki?

Það verður eflaust fróðlegt að fylgjast með næstu mánuði og mánuðum. Margar spurningar sem koma munu upp. Eins og tildæmis: hverjir, hversvegna, hvað.

Það er alveg ljóst að það er mikið verk framundan!

En það er algjörlega ljóst að ekki verður hægt að reisa Ísland upp úr öskustónni nema miklar hreinsanir komi til. 

Það er líka alveg á hreinu og ljóst að við munum ekki geta búið við sama kerfi og kom Íslandi í þessa stöðu!

Það er líka alveg ljóst að það besta fyrir Ísland væri að velja sér algjörlega nýjar leiðir til stjórnunar fyrir framtíðina! Leið fólksins sjálfs. Leið til fullrar persónukosningar. Leið til viðsnúnings valdsins.

Munu íslendingar hafa vit á að byggja sér sérstöðu í heiminum?

Munu íslendingar hafa vit á að reisa sér framtíð sem engin önnur þjóð hefur gert?

Skoðið eina sérstökustu og flottustu? íslensku vefsíðu sem gerð hefur verið!

 

http://wix.com/OkkarIsland/OkkarIsland/

Viðbætur á vefsíðunni snúast um viðbætur af efnistökum uppúr skjalinu: "Okkar Ísland"sem og aðrar fréttir af "Okkar Ísland".


mbl.is Kynning skýrslunnar undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoðaði síðuna Okkar Ísland og finnst þetta verulega áhugavert framtak, vona bara að þetta koðni ekki niður eins og svo margt annað í svipuðum dúr.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 20:23

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér Árni Karl fyrir athugsemdina

Ég er gjörsamlega búinn að fá yfir mig nóg af öllu ruglinu! Það er svo sannarlega kominn tími til að vinna hlutina öðruvísi! 

Ég er að fara fyrir alvöru í gang núna með að kynna verkefnið fyrir fólki. Mun ég gera það með smámiðum sem og netpóstsendingum á síður út um allt land. 

Ég er að fara í gang að semja textann á þetta. Hvenær sem er í ferlinu er fólki boðin þátttaka í verkefninu sem er alveg laust við öll skilyrði, nema þau sem teljast ósæmandi.

Bestu kveðjur,

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 11.4.2010 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband