Hvað eru stjórnvöld ekki að skilja?

Hvað er eiginlega að gerast? Er komin upp óeining í stjórnarliðinu?

Ég bara spyr! Hvernig eigum við almenningur að lesa í öll innlegg í þessa umræðu? Þetta er allt saman orðið eitt endalaust rugl. 

Í næsta bloggi mínu á undan þessu kem ég dálítið inn á hvað geris ef nýjir samningar verði samþykktir fyrir lög til Forseta? 

Myndi ekki gerast það sama hvort sem við fáum þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki? Ég bara spyr?

Hvernig er orðið hægt að taka réttinn frá þjóðinni? Sama hvað gerist! Sama um öll innlegg í umræðuna. Sama hversu vitlaus þau eru! 

Allir samningar. Hvort sem eru núverandi Lög eða ný Lög hljóta að verða bornir undir þjóðina! Vegna mjög sterkrar andstöðu hennar og alltaf bætist við í andstöðuna!

Hvað eru stjórnvöld ekki að skilja? Að sama hvað gerist þá losna þau ekki undan ákvörðun þjóðarinnar því andstaðan verður alltaf meiri!

Lesið betur í þetta! Í nýjum samningaviðræðum ætla þau sér að viðurkenna skuldbindingar ríkisins. Það eitt og sér þýðir að þau ætla sér ekki að leyfa þjóðaratkvæðagreiðsluna. Nema að þau séu svo vitlaus að skilja það ekki!

 


mbl.is „Makalaust innlegg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Bjarni vill bara koma stjórninni frá annað er það ekki.Fáránlegur málflutningur hjá honum.Hann vill bara eyðileggja ,ekkert annað.

Árni Björn Guðjónsson, 11.2.2010 kl. 10:26

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Innlegg Indriða og innlegg Bjarna eru bæði til þess fallin að ætla sér að fella Ríkisstjórnina. Sem er bara gott mál því þetta endar bara með Neyðarstjórn almennings og engu öðru!

Ég held að það væri best fyrir formenn allra flokka og líka alla alþingismenn verði að sætta sig við framtíðina. Því fyrr því betra fyrir þjóðina!

Guðni Karl Harðarson, 11.2.2010 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband