Blandaðar tilfinningar mínar um þessi skrif

 Ögmundur>Menn verða að átta sig á því að þessi slagur er ekki einvörðungu milliríkjadeila heldur eru þetta líka átök fjármagns annars vegar og fólks hins vegar.“

Það er rétt hjá honum. Því almenningur í landinu á ekki að borga upp skuldir óreiðumanna. Það hefur örugglega yfir 100 sinnum verið komið inn á þetta. Og hægt að sjá oft og iðulega á bloggunum undanfarna mánuði.

>Að mati Ögmundar snýst málið þannig ekki aðeins um réttindi innistæðueigenda heldur einnig um „mannréttindi öryrkjans“ og „þeirra sem þurfa á velferðarþjónustunni að halda“.

Ekki má gleyma að stjórnvöld þarna úti tóku sér bessaleyfi að borga innistæðueigendum út. Hver eru réttindi Breskra og Hollenskra innistæðueigenda í þessu máli? Svo!, Hver væru þau öðruvísi ef þeim flestum hefði ekki verið borgað upp í topp án þess að hafa samband og samráð við íslensk stjórnvöld áður?

Varðandi "mannréttindi öryrkja" og velferðarþjónustu sem hann nefnir.

Þau orð finnst mér óvönduð og hann hefði alveg getað sleppt því að orða þetta svona! Eiga mannréttindi öryrkja og þeirra sem þurfa velferðaþjónustu að halda að vera einhver önnur en mannréttindi annars fólks? Er ekki möguleiki í lífi fólks að það þurfi á svona þjónustu að halda? Getur það ekki komið fyrir alla eins og hina? 

Svo langar mig dálítið að koma inn á vinnubrögð ríkisstjórnar í þessu máli. Það er á hreinu að þar sem ríkisstjórn vill að þetta mál verði samþykkt með þessum álögum á þjóðina þá hefur almenningur sinn rétt að velja sér hvað verði gert í málinu! Það byrjar með NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni!

Ríkisstjórn valdi þá leið á Alþingi að neita almenningi að fá að kjósa um svona mikilvægt mál. Hvað merkir það? Það er einfaldlega að ríkisstjórnin vantreystir almenningi að velja sér um svona mál. Og það sama verður mjög líklega um önnur mikilvæg mál. Stjórnvöld mun neita almenningi um að kjósa um þau mál.

= RÍKISSTJÓRN TREYSTIR EKKI ALMENNINGI Á ÍSLANDI!

En kemur það ekki af sjálfu sér að:

= ALMENNINGUR HÆTTIR AÐ TREYSTA RÍKISSTJÓRN OG STJÓRNMÁLAMÖNNUM?

Ætti ekki grunnur stjórnmála að vera byggður á TRAUSTI manna á millum?

Ég hlýt að spyrja mig hvort það ætti ekki að festa sérstaklega og nákvæmlega inn í stjórnarskrá um hvaða mál eigi að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Festa það niður þannig að enginn vafi verði þar á! Það þarf svo sannarlega að vanda vinnu þar að.


 


mbl.is Gegn hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Svo aðeins dálítið vegna öryrkja og velferðarþjónustu.

Stjórnmálamönnum hættir dálítið til að líta á öryrkja og almennt velferðarþjónstu sem ölmusu þjónustu.

Í stað þess að búa til þær aðstæður að þjónusta sem þessi getur komið fyrir að allir þurfi á henni að halda. Því þurfi hún að vera sem venjulegur þáttur innan kerfisins. Þar að segja ekki sett til hliðar og utanvið heldur sem sjálfsagður þáttur í kerfinu sjálfu. Sem einskonar undirbúin og sjálfsögð þjónusta sem fólk fari sjálfkrafa í við þær aðstæður sem koma upp.

Guðni Karl Harðarson, 3.2.2010 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband